Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 17
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a
TMM 2011 · 4 17
reikna út hvaða áhrif aukning koltvísýrings og annarra gróðurhúsaloft
tegunda hefur á meðalhitastig jarðar. Í stuttu máli sagt gáfu Anderson
og Bows sér að verulega yrði dregið úr losun sem tengist eyðingu
skóglendis og landbúnaði á næstu áratugum og að heildarmagnið sem
losnaði út í andrúmsloftið á þessari öld samsvaraði 1100 milljörðum
tonna af koltvísýringi (þegar búið er að umreikna í CO2).
36 Hér var
komið afskaplega jákvætt spáferlisviðmið sem hægt var að nota til þess
að reikna út hver samdrátturinn í brennslu jarðefnaeldsneytis yrði að
vera með hliðsjón af því hvenær losunarhámarki (e. emission peak) yrði
náð og því hversu hratt yrði dregið úr losuninni þar á eftir. Anderson
og Bows gerðu ráð fyrir losunarhámarkinu 2020. Frá þeim tíma yrði
dregið úr losun að meðaltali um 3% á ári og iðnvæddu samfélögin tækju
á sig 6–7% niðurskurð. Slíkan niðurskurð yrði aldrei hægt að skilgreina
öðruvísi en sem neyðarákvörðun en til samanburðar má geta þess að
eftir hrun Sovétríkjanna dró úr losun gróðurhúsalofttegunda í ríkja
samsteypunni fyrrverandi um 5,2% á ári í heilan áratug en samdráttinn
mátti rekja til þeirrar djúpstæðu kreppu sem einkenndi efnahaginn
allan tíunda áratug síðustu aldar. Þetta spáferli rætist aðeins ef heildar
viðbótarlosun er haldið innan 3000 milljarða tonna á öldinni sem nú er
nýhafin.
Það er fátt sem gefur tilefni til að ætla að alþjóðasamfélagið grípi
til jafn róttækra aðgerða og spáferli Andersons og Bows gengur út frá.
Hver vill demba efnahagnum í gegnum jafn djúpstæðar þrengingar og
almenningur í ,nýfrjálsum‘ löndum Sovétríkjanna mátti þola? En hver
yrði árangurinn af svo róttækum aðgerðum? Myndu þær duga til þess
að snúa þróuninni við og halda hlýnuninni innan 2°C markanna, undir
450 ppm? Clive Hamilton segir réttilega að útreikningar Andersons
og Bows gefi ekki tilefni til bjartsýni.37 Niðurstaðan af ofangreindu
spáferli sem virtist svo ,jákvætt‘ við fyrstu sýn er ekki 450 ppm eða jafn
vel 550 ppm, heldur 650 ppm, eða hlýnun um 4°C við lok aldarinnar.38
Slík hlýnun er langt fyrir ofan ýmsa náttúrulega hvarfpunkta (e. tipp-
ing points) og hefði því keðjuverkandi áhrif sem orsakaði enn frekari
hlýnun með svo alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki jarðar að erfitt er
að gera sér þær í hugarlund.39
Grein Andersons og Bows frá þessu ári er í samræmi við þá fyrri.
Lítill vilji er meðal stjórnmálamanna til að endurskoða viðmiðin og
vísindasamfélagið hefur í raun brugðist.40 Þau ítreka að senn sé nánast
útilokað að halda sig innan 2°C markanna og að þau séu langt í frá þau
ákjósanlegu viðmiðunarmörk sem menn vilji vera láta – ekki hættuleg
heldur stórhættuleg.41 Tilgangurinn með rannsókn þeirra sé samt sem