Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 27
„ N e m a í s ö g u /o g h u g a“ TMM 2011 · 4 27 hluti hugarstarfs þeirra er ómeðvitaður; og við fyrsta lestur má ætla að hugsanir þeirra nái ekki að vinna úr öllu sem ýtir við tilfinningum þeirra. En leitast má við að hafa auga á hvernig leikið er á þær. Gott dæmi er þegar Oddi sannfærir sig nývaknaður um að himin­ tunglin séu á sínum stað. Þá lýsir sögumaður létti hans á ísmeygilegan hátt en útleggur gerðir hans óðara svo að ætla má að uggur sæki að lesendum: Þegar hann hefur gengið úr skugga um þetta [þ.e. að tungl og stjörnur eru þar sem þau eru vön að vera] grípur hann djúp gleði og þakklæti, sem hann beinir upp til himintungla. „Gömlu, gömlu, gömlu stjörnur,“ muldrar hann eins og hann sé að fara með eldforna særingaþulu sem festi þær enn frekar á brautum sínum um aldur og ævi.16 Lævís samanburðarsetningin hefur ekki aðeins áhrif af því að efinn um mörk ímyndunarafls og veruleika utan mannslíkamans er sjálfsagður fylgifiskur homo sapiens. Hún minnir líka á tungumálið, sjálfan aðganginn að frásögninni; á hugmyndir fyrri tíma og þjóðtrúar um mátt orðanna og þar með kannski líka ýmsar kenningar samtímans og vísindanna um máttleysi þeirra. Óhugurinn sem hún vekur kann því að tengjast flóknum þversögnum innra með lesendum. Og á þeim óhug er alið með því að afar nákvæmlega er unnið í textanum með myrkur, birtu, kulda og fleira. Þannig dustar Oddi t.d. snjóinn af kuflinum sínum þegar hann stendur upp. Ætla mætti að sú athöfn orkaði jákvætt en hún kveikir blendnar tilfinningar af því að tekið er fram að kuflinn verði aftur „aldökkur“.17 Orðið kallast ekki aðeins á við kolamyrkrið í draumnum og tengist myrkri sem neikvæðu fyrirbæri í hugum manna; það hreyfir vísast hjá einhverjum við hugar­ eða hugtakslíkingunni18 myrkur er ábreiða/hjúpur sem birtist í orðalagi eins og: „Dalurinn var sveipaður myrkri.“ Því er ekki óeðlilegt að menn óttist að aldökk flík stjörnuskoðarans vitni um myrkur sem leggst að honum víðar en séð verður. En frásögnin gætir þess jafnan að halda lesendum spenntum með því að sveifla þeim milli ólíkra kennda, kynda undir andstæðum hugsunum og skapa óvissu. Þannig sjá þeir t.d. þegar Oddi fer á stjá að ekkert virðist ama að honum. Hann ræður hins vegar smám saman af ýmsum merkjum í umhverfinu að ekki er allt með felldu, uppgötvar að hvorki hljóð, reykur né ljós mæta honum þegar hann kemur til bæjar, finnur engan mann fyrir og rekur spor og meiðaför sleða til sjávar. Sjálf aðferð hans er eins og sprottin af vísindahyggju, minnir á spæjara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.