Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 28
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
28 TMM 2011 · 4
sem nýtir vísbendingar, dregur röklega ályktun af öllu sem skynfærin
nema og skjöplast aldrei. Fyrir vikið verður reynslan sem lýst er hálfu
óhugnanlegri en ella. En í sömu mund og sagt er frá óhugnaði sem
ræðst af ,staðreyndum‘ og ,rökum‘ er grafið listilega undan þeim. Þegar
Oddi uppgötvar t.d. að flest ummerki um menn eru horfin úr bænum
segir sögumaður: „þetta sér hann, eða öllu heldur finnur, í myrkrinu.“19
Með þessum einföldu orðum er teflt saman sjón í birtu og snertiskyni í
myrkri – en varla verður hjá því komist að sögnin finna kalli í huganum
á orðið sem oft fylgir henni, ögnina til, svo og nafnorðið tilfinningu og
kveiki þannig hugrenningar um hvenær skynjun sé treystandi og hve
nær ekki. Í ofanálag er forsetningarliðurinn „í myrkrinu“ greindur frá
afgangi setningarinnar með yfirlætislausri kommu þannig að hann fær
aukna áherslu og þar með aukna vídd.
Heldur seinna í frásögninni tekur sagan líka sérstaklega fram þegar
Oddi kemur auga á sporin í snjónum að hann hafi ekki tekið eftir þeim
fyrr „í sínu annarlega hugarástandi“.20 Orðalagið vísar auðvitað til
stjörnufræðingsins fyrst eftir að hann vaknar en kveikir – vegna þess
sem á undan er gengið – spurningar um hugarástand hans almennt; um
tengsl þess við rökhugsun hans og annað í þeim dúr.
Spennan í lesendum er efld með stígandi sem einkennir lýsinguna á
skynjun Odda, ótta og ráðleysi allt frá því hann vaknar og þar til hann
stendur í fjörunni og sér að allir íbúar eyjunnar eru á leið burt en hann
aleinn eftir. Í samanburði við þáttinn gamla er Oddi nú ekki aðeins
sviptur því að njóta í svefndraumi þess sem hann fer á mis við í vöku;
draumurinn reynist að auki ekki minningin ein, eins og vænta mætti,
heldur verður vakan sem skelfileg staðfesting hans:
Skammt úti á voginum er næturdökkur bátur og í honum fólkið allt svartklætt
og lýtur höfði í tunglskininu […] fólkið […] virðist steinrunnið í bátnum sem
sígur hægt fjær, í átt til fastalandsins, án þess þó að nokkur sitji undir árum.21
Í lokahlutanum sjá lesendur Odda í fyrsta skipti opna munninn og gera
eitthvað óröklegt, þ.e. hann kallar til fólksins í bátnum og reynir að
sigla á eftir því, á sleðanum. Orðin og hið óröklega tjá örvæntingu hins
einmana raunvísindamanns og þeim er fylgt eftir með lýsingu á líðan
hans sem tekur af allan vafa um hvað er að gerast: „Kuldinn læsist um
hann, og nú finnur hann heltaka sig þungsinni sem er alger andstæða
gleðinnar sem greip hann þegar hann vaknaði.“22 Skynjunin er Odda
svo að lesendur geti vafningalaust orðið eitt með honum. Sögunni er
þó ekki lokið; sögumaður bendir á að Oddi sjái ekki vonarstjörnuna