Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 28
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 28 TMM 2011 · 4 sem nýtir vísbendingar, dregur röklega ályktun af öllu sem skynfærin nema og skjöplast aldrei. Fyrir vikið verður reynslan sem lýst er hálfu óhugnanlegri en ella. En í sömu mund og sagt er frá óhugnaði sem ræðst af ,staðreyndum‘ og ,rökum‘ er grafið listilega undan þeim. Þegar Oddi uppgötvar t.d. að flest ummerki um menn eru horfin úr bænum segir sögumaður: „þetta sér hann, eða öllu heldur finnur, í myrkrinu.“19 Með þessum einföldu orðum er teflt saman sjón í birtu og snertiskyni í myrkri – en varla verður hjá því komist að sögnin finna kalli í huganum á orðið sem oft fylgir henni, ögnina til, svo og nafnorðið tilfinningu og kveiki þannig hugrenningar um hvenær skynjun sé treystandi og hve­ nær ekki. Í ofanálag er forsetningarliðurinn „í myrkrinu“ greindur frá afgangi setningarinnar með yfirlætislausri kommu þannig að hann fær aukna áherslu og þar með aukna vídd. Heldur seinna í frásögninni tekur sagan líka sérstaklega fram þegar Oddi kemur auga á sporin í snjónum að hann hafi ekki tekið eftir þeim fyrr „í sínu annarlega hugarástandi“.20 Orðalagið vísar auðvitað til stjörnufræðingsins fyrst eftir að hann vaknar en kveikir – vegna þess sem á undan er gengið – spurningar um hugarástand hans almennt; um tengsl þess við rökhugsun hans og annað í þeim dúr. Spennan í lesendum er efld með stígandi sem einkennir lýsinguna á skynjun Odda, ótta og ráðleysi allt frá því hann vaknar og þar til hann stendur í fjörunni og sér að allir íbúar eyjunnar eru á leið burt en hann aleinn eftir. Í samanburði við þáttinn gamla er Oddi nú ekki aðeins sviptur því að njóta í svefndraumi þess sem hann fer á mis við í vöku; draumurinn reynist að auki ekki minningin ein, eins og vænta mætti, heldur verður vakan sem skelfileg staðfesting hans: Skammt úti á voginum er næturdökkur bátur og í honum fólkið allt svartklætt og lýtur höfði í tunglskininu […] fólkið […] virðist steinrunnið í bátnum sem sígur hægt fjær, í átt til fastalandsins, án þess þó að nokkur sitji undir árum.21 Í lokahlutanum sjá lesendur Odda í fyrsta skipti opna munninn og gera eitthvað óröklegt, þ.e. hann kallar til fólksins í bátnum og reynir að sigla á eftir því, á sleðanum. Orðin og hið óröklega tjá örvæntingu hins einmana raunvísindamanns og þeim er fylgt eftir með lýsingu á líðan hans sem tekur af allan vafa um hvað er að gerast: „Kuldinn læsist um hann, og nú finnur hann heltaka sig þungsinni sem er alger andstæða gleðinnar sem greip hann þegar hann vaknaði.“22 Skynjunin er Odda svo að lesendur geti vafningalaust orðið eitt með honum. Sögunni er þó ekki lokið; sögumaður bendir á að Oddi sjái ekki vonarstjörnuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.