Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 39
G i r ð i n g a r
TMM 2011 · 4 39
óþekkta og þekkta, fjarlæga og nálæga, kannski framtíðar og nútíðar.
Í titlinum „Milli trjánna“ felst einnig hugmynd um millistig, einhvern
miðil eða miðlara. Maðurinn, sem í sögunni gengur á milli trjánna, sér
fjöllin og himininn á milli þeirra og sömuleiðis dauðan hund, gæti verið
slíkur miðlari. Sagan leiðir hins vegar í ljós að maðurinn er fastur á milli
trjánna, í millistiginu (eða milliverunni). Hann er eiginlega táknmynd
þeirrar Sysifosariðju sem merkingarleitin (og skáldskapurinn) hlýtur að
vera þegar punktar og önnur kennimörk endanleikans hafa ekki lengur
sama gildi og áður.
Á seinni hluta tuttugustu aldar var í auknum mæli tekið að sækja
viðfangsefni og myndmál bókmennta og lista í táknheim menningar
innar en um aldir hafði náttúran verið sú uppspretta sem helst hafði
verið leitað í. Í myndlist er þessi þróun einkum tengd afstraktverkum
módernistanna og síðar popplist, Flúxus, Arte Povera, minimalisma og
ekki síst hugmyndalistinni á sjöunda áratugnum en þessar hreyfingar
hafa stundum verið felldar undir hatt póstmódernisma. Módernismi
og póstmódernismi eru einnig hugtök sem notuð hafa verið um bók
menntir sem leitast við að nálgast fyrirbærin í gegnum merkingarheim
tungumálsins og draga í efa möguleikann á að skilning og hvað þá
sannleika um heiminn sé að finna í lífrænum samsvörunum á milli
manns og náttúru. Áhrif frá þekkingarkerfi slíkrar lífheildarhyggju,
sem var grundvöllur vestrænnar heimsmyndar á miðöldum, voru og
eru enn augljós í bókmenntum en viðbrögðin við þeim voru hluti af
byltingarkenndum tilraunum á síðustu öld svo sem formalisma í byrjun
aldarinnar, nýskáldsögunnar um miðja öldina og mínimalismans eins
og hann birtist í skrifum Ernests Hemingway og Raymonds Carver svo
tveir bandarískir höfundar séu nefndir sem má tengja Gyrði.25 Sjálfur
hefur hann sótt í sjóð lífheildarhyggjunnar en í verkum hans býr einnig
vitundin um að öll mörk hafi þegar verið þurrkuð út, að enginn texti
feli í sér endanlegt svar, að merkingin búi ekki í stofnum (eða stofn
unum) heldur á milli þeirra, á ógirtu (eða óorðuðu en þó ætíð áður
orðuðu) svæði.26 Og það er einmitt í þessari vitund sem vonin býr um
að merkingarsköpun sé möguleg þó að sannleikurinn sé ómögulegur.27
Það er vissan sem hefur látið undan en í staðinn kemur áköf leit, þátt
taka sem fer fram á hinu víðfeðma leiksvæði sem liggur ævinlega á milli
hluta.