Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 41
G i r ð i n g a r TMM 2011 · 4 41 17 Í ritdómi á Bókmenntavefnum bendir Úlfhildur Dagsdóttir á gotnesk hryllingseinkenni í sögum Milli trjánna og einnig ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Eitt þessara einkenna er einangrun: „söguhetjur gotneskra sagna eru oftar en ekki lokaðar af á einhvern hátt, hvort sem er í draugahúsi eða eigin sálarlífi“ (http://bokmenntir.is/desktopdefault. aspx/6711_view883/6709_page/tabid409/5648_read0323/; sótt 11. júlí 2011). 18 Hér má sjá tengingu við kenningar Freuds um hið ókennilega (þ. das Unheimliche) en þar er óttinn við dauðann einmitt tekinn sem dæmi um bældar tilfinningar sem sækja manninn heim þegar minnst varir (Sigurjón Björnsson þýðir hugtakið sem hið óhugnanlega. Sjá „Hið óhugnanlega“, Listir og menn. Ritgerðir, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004, bls. 191–238). Þess má geta að Ketill Kristinsson fjallar um hunda í höfundarverki Gyrðis út frá kenningum Freuds í B.A.­ritgerð sinni „Skuggar mannsins. Af hundum í höfundarverki Gyrðis Elíassonar“ (maí 2011) en hundar Gyrðis eru margir og margvíslegir. 19 Sjá Claude Lévi­Strauss: Tristes Tropiques, John og Doreen Weightman þýddu, New York: Pocket Books, 1973, bls. 273–358, einkum 331–343 (ritið heitir Tristes tropiques á frummálinu og kom út 1955. Það kom út í haust hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarssonar og heitir Regnskógabeltið raunamædda). 20 Jacques Derrida: Of Grammatology, Gayatri Chakravorty Spivak þýddi, Baltimore og London: The Johns Hopkins University Press, 1974, einkum bls. 97–140 (ritið heitir á frummálinu De la grammatologie og kom út 1967). Derrida hóf gagnrýni sína á Lévi­Strauss í frægum fyrirlestri frá 1966 sem þýddur hefur verið á íslensku, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísind­ anna“ (Garðar Baldvinsson þýddi, Spor í bókmenntafræði 20. aldar, bls. 129–152. Á frummálinu heitir fyrirlesturinn „La structure, le signe et le jeu dans le discours des sciences humaines“ og var prentaður 1967). 21 Hér er óbeint vísað til kenninga Gilles Deleuze og Félix Guattaris um rísómið en það er rótar­ flækja sem vex í ýmsar áttir lárétt og er stefnt gegn ímynd trésins sem rís upp úr jörðinni, stendur styrkum rótum ofan í jörðinni og ber laufkrónuna sem stolt sitt og æðsta takmark. Rísóminu er enn fremur stefnt gegn tvenndarhugsun og hvers konar stigveldishugsun – að eitt sé hátt og annað lágt, náttúrulegt og ónáttúrulegt, aðalatriði og aukaatriði. Deleuze og Guattari beita tvenndum til þess að rífa niður aðrar tvenndir. Þeir stilla upp andstæðum kerfum til þess að ganga endanlega frá öllum kerfum. Rísóm er hugtak af þessu tagi. Rísóm á sér hvorki upp­ haf né endi, það er alltaf í miðjunni, á milli hlutanna, millivera. En þessi millivera rísómsins hefur ekki það miðlunarhlutverk sem Strauss talaði um að millistigið hefði, henni er ekki ætlað að sætta heldur leysa upp, færa úr stað, hreyfa sífelldlega. Rísómskur texti er þannig ekki línulegur eða röklegur, hann hefur ekki upphaf og endi (rót og laufkrónu) heldur klippir og tengir endalaust, hann er markalaus og í stöðugri verðandi. Skáldskapurinn býr þannig ekki í trjánum heldur á milli þeirra eins og sögu­ og bókartitill Gyrðis gefur til kynna. Sjá nánar um rísóm í Heimspeki verðandinnar: rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, [Atvik 7], ritstj. Geir Svans­ son, Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2001. 22 Hugtakið „palimpsest“ kemur víða fyrir í skrifum Derridas en til að átta sig á merkingunni sem hann leggur í það er ágætt að lesa til dæmis ritgerðina „White Mythology: Metaphor in the Text of Philosophy“ í Margins of Philosophy (Alan Bass þýddi, Brighton: The Harvester Press, 1982, bls. 207–272. Á frummálinu Marges de la philosophie, 1972.) 23 Í fyrrnefndri bók Jennifer DeVere Brody, Punctuation: Art, Politics, and Play, er fjallað um hið sífellt rofna ferli veggjakrotsins – hvarf þess og endurkomu – og lagt út frá punktaverkum japönsku listakonunnar Yayoi Kusama (bls. 28–32). 24 Gyrðir Elíasson: „Haust“, Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 82. 25 Um þetta fjallar Kristján B. Jónasson í ritdómi um smásagnasafnið Tregahornið eftir Gyrði („Fegurð heimsins mun hverfa“, Tímarit Máls og menningar 4:1993, bls. 103–108). 26 Orðalagið „milli trjánna“ kemur margsinnis fyrir í verkum Gyrðis. Það sést að minnsta kosti tvisvar í ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar, til dæmis í ljóðinu „Innland“, sem einkunnarorð greinarinnar eru úr, en það varpar kannski öðru ljósi á merkingarleitina:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.