Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 43
TMM 2011 · 4 43 Njörður P. Njarðvík Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín Íslandsklukkan, sjálfstæði og framtíð Haustið 1974 vorum við hjónin stödd í Tblisi í Grúsíu og boðið í ökuferð upp í fjöll að skoða einhverja elstu kirkju sem vitað er um, frá annarri öld, og heyrðist þaðan ómur klukku út yfir dalverpið. Þar var dálítið veitingahús og snæddum við þar hádegisverð. Við næsta borð sat lítill hópur ungs fólks. Þegar það frétti hvaðan við vorum, reis upp snarlegur piltur, lyfti hvítvínsglasi og bað okkur að skála við sig fyrir Jóni Hregg­ viðssyni. Hann sagðist hafa mætur á þeim manni er berðist í senn gegn ranglæti og réttlæti. Og ég varð orðlaus. Að hitta fyrir hljóm fornrar klukku og Jón Hreggviðsson hátt uppi í Kákasusfjöllum, var satt að segja nokkuð óvænt. Og vissi ég þó að Jón hafði hlaupið yfir lönd, hið harða Ísland og hið mjúka Holland. Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þíngvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hríngt til dóma og á undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari. Samt undu gamlir menn enn þessari klukku. Að viðstöddum landfógeta, lögmanni og böðli, og manni sem átti að höggva og konu sem átti að drekkja, mátti oft á kyrrum degi um jónsmessubil í andvara af Súlum og kjarrlykt úr Bláskógum heyra óm klukk­ unnar blandinn niði Öxarár. Þannig hefst Íslandsklukkan, fyrsta bindi þrísögunnar, sem höfundur hennar hafði lengi beðið guðina að forða sér frá að skrifa, enda átti hún sér langan aðdraganda. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn hafði bent Halldóri á sögu Jóns Hreggviðssonar 1924 og hans langa stríð gegn ranglæti og réttlæti er stóð í liðlega 30 ár. 1934 semur hann stutt yfirlit yfir söguna í heild og gefur henni heitið Kristsbóndinn. Að hausti 1942
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.