Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 45
M í n k l u k k a , k l u k k a n þ í n , k a l l a r o s s h e i m t i l s í n TMM 2011 · 4 45 Kaupinhafn. Þegar ég kom heim lá dóttir mín á börunum. Ég mundi ekki trúa þeim til að fylgja saklausu barni yfir læk án þess að drekkja því … Einusinni var ég svartur. Nú er ég grár. Bráðum verð ég hvítur. En hvort sem ég er svartur grár eða hvítur, þá hræki ég á réttlæti utan það réttlæti sem er í sjálfum mér …“ Beiskju hans er auðvelt að skilja. Oftast segir hann fátt, glottir ein­ ungis og fer með Pontusrímur eldri. En fyrir kemur að innan úr fá­ yrðum hans og þögn hljómi rödd sem getur minnt á óm einhvers konar sannleiksklukku, enda gerist hann þá rödd höfundar síns, sem víðast er þó býsna vandlega falin undir yfirborði hlutlægrar frásagnar. Beiskastur verður Jón þó kannski þegar honum er sagt að í hans máli skipti hann sjálfur engu. Sakamál þessa fátæka og hrakta bónda á kristsjörðinni Rein á Akranesi breytast nefnilega í þjóðfélagsátök, eða réttara sagt valdabaráttu nokkurra einstaklinga – en hvort tveggja speglar aftur ástand þessarar þjóðar fyrr og nú, því að hér snúast mál hvorki um réttlæti né sanngirni, heldur spillingu fyrirgreiðslunnar og persónulega undirhyggju valdasjúkra manna – og verður raunar þeim mun undarlegra sem við hugsum meira um fámenni þjóðarinnar. Halldór Laxness teflir saman fáum einstaklingum til að gefa lesand­ anum einfalda og glögga sýn á þjóð okkar fyrir, um og eftir 1700. Fremstur fer sakamaðurinn Jón sem veit ekki sjálfur hvort hann hefur drepið kóngsins böðul og berst fyrir lífi sínu á látlausum hrakningum. Næst honum standa svo Snæfríður Íslandssól og faðir hennar Eydalín lögmaður, bókasafnarinn og heimspekingurinn Arnas Arnæus sem átti kost á að verða hér landstjóri Hansakaupmanna, og svo síðast en ekki síst dómkirkjupresturinn séra Sigurður Sveinsson er verður í sögulok biskup í Skálholti. Fyrsta bindið, Íslandsklukkan, hnitar sig um Jón Hreggviðsson, annað bindið, Hið ljósa man, um Snæfríði og hið síðasta, Eldur í Kaupinhafn, um Arnas. Þetta fólk er leitt saman eins og af örlögum er standa ofar mönnum. Snæfríður leysir Jón og hjálpar honum að strjúka, ekki hans vegna, heldur til að koma boðum til elskhuga síns Arnasar. Þær ástir eru svo heiftarlega í meinum að þau neyðast til að gerast andstæðingar í átökum um völd og áhrif. Og þótt þau leyfi sér undir lokin að láta sig dreyma um framtíð saman, verður sá draumur að víkja fyrir skyldu ættar og valds. Í augum Jóns Hreggviðssonar verður Snæfríður lausnari hans, eins konar fjallkonuímynd, tákn sjálfs lands og þjóðar. Hann verður meira að segja skáldlegur þegar hann lýsir henni fyrir Mettu hinni dönsku, konu Arnasar, og telur hana í raun eiga allt landið, höfuðból og hjáleigur, skógarjarðir og laxár, rekajarðir, flæðiengi og starmýrar, fiskivötn og beitilönd, varpeyjar og fuglabjörg – og svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.