Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 45
M í n k l u k k a , k l u k k a n þ í n , k a l l a r o s s h e i m t i l s í n
TMM 2011 · 4 45
Kaupinhafn. Þegar ég kom heim lá dóttir mín á börunum. Ég mundi
ekki trúa þeim til að fylgja saklausu barni yfir læk án þess að drekkja
því … Einusinni var ég svartur. Nú er ég grár. Bráðum verð ég hvítur.
En hvort sem ég er svartur grár eða hvítur, þá hræki ég á réttlæti utan
það réttlæti sem er í sjálfum mér …“
Beiskju hans er auðvelt að skilja. Oftast segir hann fátt, glottir ein
ungis og fer með Pontusrímur eldri. En fyrir kemur að innan úr fá
yrðum hans og þögn hljómi rödd sem getur minnt á óm einhvers
konar sannleiksklukku, enda gerist hann þá rödd höfundar síns, sem
víðast er þó býsna vandlega falin undir yfirborði hlutlægrar frásagnar.
Beiskastur verður Jón þó kannski þegar honum er sagt að í hans máli
skipti hann sjálfur engu. Sakamál þessa fátæka og hrakta bónda á
kristsjörðinni Rein á Akranesi breytast nefnilega í þjóðfélagsátök, eða
réttara sagt valdabaráttu nokkurra einstaklinga – en hvort tveggja
speglar aftur ástand þessarar þjóðar fyrr og nú, því að hér snúast mál
hvorki um réttlæti né sanngirni, heldur spillingu fyrirgreiðslunnar og
persónulega undirhyggju valdasjúkra manna – og verður raunar þeim
mun undarlegra sem við hugsum meira um fámenni þjóðarinnar.
Halldór Laxness teflir saman fáum einstaklingum til að gefa lesand
anum einfalda og glögga sýn á þjóð okkar fyrir, um og eftir 1700.
Fremstur fer sakamaðurinn Jón sem veit ekki sjálfur hvort hann hefur
drepið kóngsins böðul og berst fyrir lífi sínu á látlausum hrakningum.
Næst honum standa svo Snæfríður Íslandssól og faðir hennar Eydalín
lögmaður, bókasafnarinn og heimspekingurinn Arnas Arnæus sem átti
kost á að verða hér landstjóri Hansakaupmanna, og svo síðast en ekki
síst dómkirkjupresturinn séra Sigurður Sveinsson er verður í sögulok
biskup í Skálholti. Fyrsta bindið, Íslandsklukkan, hnitar sig um Jón
Hreggviðsson, annað bindið, Hið ljósa man, um Snæfríði og hið síðasta,
Eldur í Kaupinhafn, um Arnas. Þetta fólk er leitt saman eins og af
örlögum er standa ofar mönnum. Snæfríður leysir Jón og hjálpar honum
að strjúka, ekki hans vegna, heldur til að koma boðum til elskhuga síns
Arnasar. Þær ástir eru svo heiftarlega í meinum að þau neyðast til að
gerast andstæðingar í átökum um völd og áhrif. Og þótt þau leyfi sér
undir lokin að láta sig dreyma um framtíð saman, verður sá draumur að
víkja fyrir skyldu ættar og valds. Í augum Jóns Hreggviðssonar verður
Snæfríður lausnari hans, eins konar fjallkonuímynd, tákn sjálfs lands og
þjóðar. Hann verður meira að segja skáldlegur þegar hann lýsir henni
fyrir Mettu hinni dönsku, konu Arnasar, og telur hana í raun eiga allt
landið, höfuðból og hjáleigur, skógarjarðir og laxár, rekajarðir, flæðiengi
og starmýrar, fiskivötn og beitilönd, varpeyjar og fuglabjörg – og svo