Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 46
N j ö r ð u r P. N j a r ð v í k 46 TMM 2011 · 4 hún sjálf: „Hvurnin búin? Með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann, kona góð. Hún er klædd einsog álfkonan hefur altaf verið klædd á Íslandi. Hún kemur bláklædd í gulli og silfri þángað sem einn svartur morðhundur liggur barinn. Og þó var hún best klædd þegar búið var að færa hana í grodda og stórgubb af húsgangsstelpum og hórkonum, og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum, sem munu ríkja yfir Íslandi þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sínum íllverkum.“ Örlög þessa fólks, og þar með þjóðar, fléttast saman líkt og í stefjabyggðu tónverki í flóknum kontrapunkti – flækja sögunnar bygg­ ist á sífelldum ólgandi átökum líkt og hringiðu ranglætis og réttlætis, ástar og skyldu, framgangs og niðurlægingar, uns allir bíða í reynd ósigur fyrir sjálfum sér – nema kannski Jón Hreggviðsson er snýr heim í fátækan bæ sinn á sama hátt og Steinar bóndi í Paradísarheimt – hringum er lokað, einfaldleiki upphafsins er það sem máli skiptir að endingu. Um það segir Arnas Arnæus: „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ En hinn eiginlegi – og ég leyfi mér að segja – endanlegi boðskapur þessa mikla sagnabálks er lagður í munn blinds glæpamanns – og er rétt að taka sérstaklega eftir því. Hann fær að taka tvisvar til máls. Í 18. kafla annars bindis segir hann: „Við erum múgurinn, lægsta skepna jarðar­ innar. Biðjum hverjum valdsmanni heilla, sem kemur að hjálpa þeim svarlausa. En réttlæti verður ekki fyrr en við erum sjálfir menn.“ Og í blálokin er hann látinn bera þennan einfalda boðskap: „Okkar glæpur er sá að vera ekki menn þó við heitum svo.“ Þessi mikla saga hefst og henni lýkur á Þingvöllum eins og fyrr greinir. Í síðari útgáfum Kvæðakvers segir Halldór Laxness frá því að hann hafi fengið far í vegavinnubíl yfir nokkurn hluta Mosfellsheiðar lýðveldisdaginn. „Vatnsveður var mikið og ég varð gagndrepa,“ segir hann. „Ég kom niður í gjána rétt um það bil sem kirkjuklukkunum var hríngt á Þíngvöllum til merkis um að Ísland væri lýðveldi. Þá vék sér að mér ókunnur maður þar í mannþrönginni og hvíslaði: Það er farið að hríngja Íslandsklukkunni aftur. Mér datt í hug þessi hendíng: mín klukka, klukkan þín …“ Og af varð svo kvæðið Stóð ég við Öxará sem lýkur svo: Stóð eg við Öxará árroða á fjöllin brá, kátt tók að klíngja og fast klukkan sem áður brast,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.