Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 46
N j ö r ð u r P. N j a r ð v í k
46 TMM 2011 · 4
hún sjálf: „Hvurnin búin? Með gullband um sig miðja þar rauður loginn
brann, kona góð. Hún er klædd einsog álfkonan hefur altaf verið klædd
á Íslandi. Hún kemur bláklædd í gulli og silfri þángað sem einn svartur
morðhundur liggur barinn. Og þó var hún best klædd þegar búið var
að færa hana í grodda og stórgubb af húsgangsstelpum og hórkonum,
og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum, sem munu ríkja yfir Íslandi
þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sínum íllverkum.“
Örlög þessa fólks, og þar með þjóðar, fléttast saman líkt og í
stefjabyggðu tónverki í flóknum kontrapunkti – flækja sögunnar bygg
ist á sífelldum ólgandi átökum líkt og hringiðu ranglætis og réttlætis,
ástar og skyldu, framgangs og niðurlægingar, uns allir bíða í reynd
ósigur fyrir sjálfum sér – nema kannski Jón Hreggviðsson er snýr
heim í fátækan bæ sinn á sama hátt og Steinar bóndi í Paradísarheimt
– hringum er lokað, einfaldleiki upphafsins er það sem máli skiptir að
endingu.
Um það segir Arnas Arnæus: „Feitur þjónn er ekki mikill maður.
Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ En
hinn eiginlegi – og ég leyfi mér að segja – endanlegi boðskapur þessa
mikla sagnabálks er lagður í munn blinds glæpamanns – og er rétt að
taka sérstaklega eftir því. Hann fær að taka tvisvar til máls. Í 18. kafla
annars bindis segir hann: „Við erum múgurinn, lægsta skepna jarðar
innar. Biðjum hverjum valdsmanni heilla, sem kemur að hjálpa þeim
svarlausa. En réttlæti verður ekki fyrr en við erum sjálfir menn.“ Og í
blálokin er hann látinn bera þennan einfalda boðskap: „Okkar glæpur
er sá að vera ekki menn þó við heitum svo.“
Þessi mikla saga hefst og henni lýkur á Þingvöllum eins og fyrr
greinir. Í síðari útgáfum Kvæðakvers segir Halldór Laxness frá því að
hann hafi fengið far í vegavinnubíl yfir nokkurn hluta Mosfellsheiðar
lýðveldisdaginn. „Vatnsveður var mikið og ég varð gagndrepa,“ segir
hann. „Ég kom niður í gjána rétt um það bil sem kirkjuklukkunum var
hríngt á Þíngvöllum til merkis um að Ísland væri lýðveldi. Þá vék sér
að mér ókunnur maður þar í mannþrönginni og hvíslaði: Það er farið
að hríngja Íslandsklukkunni aftur. Mér datt í hug þessi hendíng: mín
klukka, klukkan þín …“
Og af varð svo kvæðið Stóð ég við Öxará sem lýkur svo:
Stóð eg við Öxará
árroða á fjöllin brá,
kátt tók að klíngja og fast
klukkan sem áður brast,