Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 47
M í n k l u k k a , k l u k k a n þ í n , k a l l a r o s s h e i m t i l s í n
TMM 2011 · 4 47
alskærum ómi sló
útyfir vatn og skóg.
Mín klukka, klukkan þín,
kallar oss heim til sín.
Þessi dagur markar eins konar skurðpunkt eða eigum við að segja
vegaskil á söguleið þjóðarinnar. Það var vonbjartur regndagur sem gaf
okkur nýtt tækifæri til að marka nýja braut og Ólafur Thors, forsætis
ráðherra nýsköpunarstjórnarinnar, er tók við á sama ári, sagði að mann
helgi skyldi vera kjörorð hins nýja lýðveldis. Það hefur hins vegar ekki
ræst, því miður, og hinn alskæri ómur sem barst út yfir vatn og skóg,
hefur misst tærleika sinn. Í klukkuna hefur aftur komið brestur. Fyrir
okkur hefur farið líkt og Bjarti í Sumarhúsum. Það var ekki fátæktin
og baslið sem beygði hann, heldur veltiárin sem svo eru kölluð í Sjálf
stæðu fólki Halldórs Laxness. Ákefð okkar í velmegun var slík, að við
sáumst ekki fyrir, náðum hvorki að stansa né íhuga á hvaða leið við
værum. Ákefðin gagntók okkur svo, að henni fylgdi ábyrgðarlaus og
óheftur ofmetnaður. Keppikeflið varð hið ytra prjál og óþarfa munaður,
en hvort tveggja flokkast með hinum fornu dauðasyndum. Við héldum
áfram að kjósa yfir okkur menn sem við vissum innst inni að voru bæði
spilltir og vanhæfir, hvort sem það var af andvaraleysi eða von um að
fá sjálf að njóta fyrirgreiðslu spillingarinnar. Sumir hafa talað um nýju
fötin keisarans, en mér finnst önnur líking um klæðnað eiga betur við.
Hvernig fer fyrir manni sem kaupir sér alltof stór föt í þeirri blekkingu
að þau muni stækka hann sjálfan? Getum við ekki séð hann fyrir okkur
skrönglast líkt og fuglahræðu innan í hólkvíðum fötum sem hanga
utan á honum? Þannig fór með okkur velmegunin og hið svokallaða
góðæri sem sumir kalla reyndar illæri, af því að þá fylgdi sá árgalli sem í
þeirri fornu bók Konungsskuggsjá er talinn verstur, þegar óáran kemur
í fólkið sjálft „eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og manvit og
meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins.“ Hinn nýi brestur Íslands
klukkunnar hljómar í okkur sem siðferðisbrestur. Og við getum spurt
með Jóhanni Jónssyni í ljóðinu Söknuði: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit
sínum glatað?“:
Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu,
hver í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður:
og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð
af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan …