Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 55
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 55 Og hvað með afganginn af mannkyninu? Samkvæmt Credit Suisse Global Wealth Report árið 2010 – og Svisslendingar ættu að þekkja þetta – eru lykiltölurnar eftirfarandi: * 1% auðugustu jarðarbúa (fullorðinna) eiga 43% af öllum verðmetnum eignum í veröldinni * 10% hinna auðugustu eiga eða ráða yfir 83% af verðmetnum eignum í veröldinni * 90% fullorðinna jarðarbúa eiga einungis 17% af verðmetnum eignum í ver­ öld inni * 50% fullorðinna jarðarbúa eiga því sem næst ekki neitt. Á toppi píramídans finnum við hina ofsaríku. Þetta eru u.þ.b. 80 þúsund einstaklingar allt í allt – þeir gætu rúmast vel á miðlungs íþróttavelli – og þeir ráða yfir miklum meirihluta af verðmetnum eignum hér á jörðu. Inngönguskilyrðin í þennan forréttindaklúbb eru ströng. Þótt flestir séu bandarískir (40%), er þetta samt alþjóðlegt þotulið. Meðal þeirra eru fáeinir uppfinningamenn og frumkvöðlar sem hafa lagt mikið af mörkum í þágu mannkyns. Margir eru innvígðir í launhelgar alþjóðafjármála. Margir eru bankamenn sem hafa nýverið skilið eftir sig milljarðaskuldir ætlaðar skattgreiðendum til að greiða upp á næstu árum og áratugum. Sumir eru skuggabaldrar úr neðanjarðarveröld alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Þarna er líka að finna ófáa einræðisherra úr þriðja heiminum sem hafa stungið af með ríkissjóði sinna örsnauðu þjóða í farteskinu. Loks er þarna að finna fjölda erfðaprinsa sem hafa erft sívaxandi fjölskylduauð. Þessi yfirþyrmandi ójöfnuður hefur farið ört vaxandi á sl. 30 árum – á þeim tíma sem nýfrjálshyggjan hefur ráðið lögum og lofum í heiminum. „S.l. áratugur hefur verið sérlega hagstæður stofnun, varðveislu og vexti mikilla auðæfa,“ eins og höfundar Credit Suisse­skýrslunnar orða það. Velferðarríkið og óvinir þess Hvers vegna hefur ójöfnuður farið svo ört vaxandi á seinustu áratugum? Að fenginni 300 ára reynslu af laissez-faire kapítalisma – eftirlitslausu markaðskerfi – ættum við varla að látast vera hissa. Samkeppni á markaði þjónar beinlínis þeim tilgangi að umbuna þeim sem ná árangri, en refsa hinum. Þetta þýðir, að það er innbyggð tilhneiging í markaðs­ kerfinu til þess að auðurinn safnist á æ færri hendur. Þessi umskautun þjóðfélagsins milli hinna ríku og voldugu annars vegar og hins stritandi lýðs hins vegar, var kveikjan að blóðugum bylt­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.