Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 56
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n 56 TMM 2011 · 4 ing um á öldinni sem leið. Þar sem lýðræðið virkaði hins vegar, beitti almenningur tjáningarfrelsi sínu og samtakamætti til að ná tökum á ríkisvaldinu, sem í nafni almannahagsmuna beislaði kapítalismann og beitt sér fyrir meiri jöfnuði í eigna­ og tekjuskiptingu en markaðurinn leiddi til. Þekktasta dæmið um þetta er „New Deal“ Roosevelts og demókratanna í Bandaríkjunum eftir að markaðsbrestur hafði leitt til efnahagshruns og fjöldaatvinnuleysis um veröld víða. Þetta voru við­ brögð lýðræðisins við hruni kapítalismans, eftir að ójöfnuður kerfisins hafði vaxið umfram þolmörk. Norræna módelið – hin svokallaða þriðja leið jafnaðarmanna milli laissez-faire kapítalisma og ríkisvæðingar (þjóðnýtingar framleiðslu­ tækj anna) – á sér sams konar skýringar. Norrænir jafnaðarmenn aflögðu ekki markaðinn, en settu hann undir húsaga samfélagsins. Tage Erlander, forsætisráðherra sænskra jafnaðarmanna lengur en elstu menn muna, var vanur að segja að markaðurinn væri þarfur þjónn en óþolandi húsbóndi. Undir forystu jafnaðarmanna nýttu Svíar vald hins lýðræðislega ríkisvalds, með stuðningi fjöldahreyfinga fólks og afl skipulagðrar verkalýðshreyfingar að bakhjarli, til þess að tryggja meiri félagslegan jöfnuð en markaðskerfið hefði óáreitt leitt til. Tækin sem þeir beittu voru einkum stighækkandi tekjuskattur, ókeypis aðgangur að menntun og skylduþátttaka almennings í heil­ brigðistryggingum og lífeyrissjóðum. Ríkisvaldið lögfesti og sveitar­ félögin sáu um að tryggja faglega umönnun barna til þess að gera konur frjálsar að því að taka fullan þátt í atvinnulífinu. Og ríkið tryggði afkomu allra þeirra, sem af einhverjum ástæðum voru ófærir um að sjá sér farborða á vinnumarkaðnum. Með þessum tækjum byggðu norrænir jafnaðarmenn mestu jafnaðarþjóðfélög á jarðríki. Hvorki með því að afnema kapítalismann né með því að fórna frelsinu. Þvert á móti, eins og Olof Palme var vanur að segja: „Með því að tryggja tækifæri allra, án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu, til þess að afla sér mennt­ unar og þroska hæfileika sína, erum við í reynd að færa út landamæri frelsisins.“ Hitt er svo annað mál að velferðarríkjum samtímans hefur um hríð verið haldið í gíslingu: Annars vegar hefur verið þar að verki hinn al­ þjóð legi peningaaðall sem krefst æ meira athafnafrelsis frá íhlutun og eftirliti ríkisins af því að það hamli hámarksarði og þar með hagvexti, sem allt á að snúast um. Hins vegar er velferðarríkið ekki lengur varið af þeim sem mest eiga undir því félagslega öryggi sem það veitir. Almenn­ ingur er orðinn værukær og gengur út frá sem vísum þeim réttindum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.