Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 56
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n
56 TMM 2011 · 4
ing um á öldinni sem leið. Þar sem lýðræðið virkaði hins vegar, beitti
almenningur tjáningarfrelsi sínu og samtakamætti til að ná tökum á
ríkisvaldinu, sem í nafni almannahagsmuna beislaði kapítalismann og
beitt sér fyrir meiri jöfnuði í eigna og tekjuskiptingu en markaðurinn
leiddi til. Þekktasta dæmið um þetta er „New Deal“ Roosevelts og
demókratanna í Bandaríkjunum eftir að markaðsbrestur hafði leitt til
efnahagshruns og fjöldaatvinnuleysis um veröld víða. Þetta voru við
brögð lýðræðisins við hruni kapítalismans, eftir að ójöfnuður kerfisins
hafði vaxið umfram þolmörk.
Norræna módelið – hin svokallaða þriðja leið jafnaðarmanna milli
laissez-faire kapítalisma og ríkisvæðingar (þjóðnýtingar framleiðslu
tækj anna) – á sér sams konar skýringar. Norrænir jafnaðarmenn
aflögðu ekki markaðinn, en settu hann undir húsaga samfélagsins.
Tage Erlander, forsætisráðherra sænskra jafnaðarmanna lengur en elstu
menn muna, var vanur að segja að markaðurinn væri þarfur þjónn
en óþolandi húsbóndi. Undir forystu jafnaðarmanna nýttu Svíar vald
hins lýðræðislega ríkisvalds, með stuðningi fjöldahreyfinga fólks og afl
skipulagðrar verkalýðshreyfingar að bakhjarli, til þess að tryggja meiri
félagslegan jöfnuð en markaðskerfið hefði óáreitt leitt til.
Tækin sem þeir beittu voru einkum stighækkandi tekjuskattur,
ókeypis aðgangur að menntun og skylduþátttaka almennings í heil
brigðistryggingum og lífeyrissjóðum. Ríkisvaldið lögfesti og sveitar
félögin sáu um að tryggja faglega umönnun barna til þess að gera konur
frjálsar að því að taka fullan þátt í atvinnulífinu. Og ríkið tryggði
afkomu allra þeirra, sem af einhverjum ástæðum voru ófærir um að
sjá sér farborða á vinnumarkaðnum. Með þessum tækjum byggðu
norrænir jafnaðarmenn mestu jafnaðarþjóðfélög á jarðríki. Hvorki með
því að afnema kapítalismann né með því að fórna frelsinu. Þvert á móti,
eins og Olof Palme var vanur að segja: „Með því að tryggja tækifæri
allra, án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu, til þess að afla sér mennt
unar og þroska hæfileika sína, erum við í reynd að færa út landamæri
frelsisins.“
Hitt er svo annað mál að velferðarríkjum samtímans hefur um hríð
verið haldið í gíslingu: Annars vegar hefur verið þar að verki hinn al
þjóð legi peningaaðall sem krefst æ meira athafnafrelsis frá íhlutun og
eftirliti ríkisins af því að það hamli hámarksarði og þar með hagvexti,
sem allt á að snúast um. Hins vegar er velferðarríkið ekki lengur varið af
þeim sem mest eiga undir því félagslega öryggi sem það veitir. Almenn
ingur er orðinn værukær og gengur út frá sem vísum þeim réttindum