Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 61
U m f r e l s i o g j ö f n u ð
TMM 2011 · 4 61
lýð til uppreisnar gegn kúgurum sínum, að fyrstu fréttirnar af hinum
brottreknu harðstjórum snúast ævinlega um að hafa uppi á leynilegum
bankareikningum þeirra í Sviss? Eiginkona Bens Ali, harðstjórans í
Túnis, sem flúði undan réttlátri reiði landa sinna á náðir olíukónganna
í SaudiArabíu, rændi gullforða Túnis úr vörslu seðlabanka landsins og
hafði með í farteski sínu úr landi. Segir það ekki sína sögu, að þegar
fjöldinn loks reis upp í örvæntingu og reiði gegn kúgurum sínum í
arabaheiminum – undir fánum frelsis og lýðræðis – vissu leiðtogar
vestrænna lýðræðisríkja ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga.
Harðstjórarnir reyndust vera skjólstæðingar Bandaríkjamanna, Breta
og Frakka. Hverjir hafa vopnað harðstjórana gegn fólkinu, eða hagnast
á vopnasölu til þeirra? Hvort var mikilvægara að harðstjórarnir tryggðu
að olían héldi áfram að renna til að knýja áfram hagvaxtarvél ríku
landanna eða að fólkið fengi sinn sanngjarna hlut af þeim auði sem
nýting þeirra eigin auðlinda skapaði? Höfðu „leyniþjónustur okkar“
ekki verið í nánu samstarfi við starfsbræður sína í þessum löndum, jafn
vel þótt við vissum fullvel um pyntingarklefana? Sama gamla sagan enn
og aftur: Vald sérhagsmunanna, frelsi hinna fáu til að græða, eða frelsi
hinna mörgu til að lifa mannsæmandi lífi? Með hverjum stöndum við?
Stöndum við með fólkinu eða forréttindaliðinu?
Auðveldi gegn lýðræði
George Soros, ungverski fjármálarefurinn sem lagði breska sterlings
pundið að velli í fyrirsát árið 1992, sagði fyrir skömmu, að hættan sem
steðjaði að lýðræðinu, væri ekki lengur pólitísk trúarbrögð liðinnar
aldar, sem kennd voru við kommúnisma og fasisma; hættan sem steðjaði
að fulltrúalýðræðinu væri sú, að það væri að breytast í alræði peninga-
aðalsins (e. plutocracy), þar sem kosningarétturinn hefði ekki framar
neina merkingu og lýðræðið hefði umbreyst í sýndarveruleika, þar
sem peningavaldið deildi og drottnaði á bak við tjöldin. Stærsti hópur
kjósenda í Bandaríkjunum – hinir óháðu – eiga enga fulltrúa á þingi.
Þátttaka í þingkosningum er iðulega undir 30% . Hvers vegna að kjósa,
ef það er fyrirfram vitað, að þingmennirnir eru leiguþý sérhagsmuna?
Kunnur hagfræðiprófessor, dr. Vivek H. Dehejia, og rannsóknarfélagi
við CESifo í München, orðar sömu hugsun svona í grein í International
Herald Tribune (14.04.11):
Hvort tveggja, spilling og ójöfnuður, hefur nú þegar eitrað stjórnmálin svo mjög,
að lögmæti kapítalismans – markaðskerfisins – stafar ógn af. Þetta skapar þrýst