Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 61
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 61 lýð til uppreisnar gegn kúgurum sínum, að fyrstu fréttirnar af hinum brottreknu harðstjórum snúast ævinlega um að hafa uppi á leynilegum bankareikningum þeirra í Sviss? Eiginkona Bens Ali, harðstjórans í Túnis, sem flúði undan réttlátri reiði landa sinna á náðir olíukónganna í Saudi­Arabíu, rændi gullforða Túnis úr vörslu seðlabanka landsins og hafði með í farteski sínu úr landi. Segir það ekki sína sögu, að þegar fjöldinn loks reis upp í örvæntingu og reiði gegn kúgurum sínum í arabaheiminum – undir fánum frelsis og lýðræðis – vissu leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Harðstjórarnir reyndust vera skjólstæðingar Bandaríkjamanna, Breta og Frakka. Hverjir hafa vopnað harðstjórana gegn fólkinu, eða hagnast á vopnasölu til þeirra? Hvort var mikilvægara að harðstjórarnir tryggðu að olían héldi áfram að renna til að knýja áfram hagvaxtarvél ríku landanna eða að fólkið fengi sinn sanngjarna hlut af þeim auði sem nýting þeirra eigin auðlinda skapaði? Höfðu „leyniþjónustur okkar“ ekki verið í nánu samstarfi við starfsbræður sína í þessum löndum, jafn­ vel þótt við vissum fullvel um pyntingarklefana? Sama gamla sagan enn og aftur: Vald sérhagsmunanna, frelsi hinna fáu til að græða, eða frelsi hinna mörgu til að lifa mannsæmandi lífi? Með hverjum stöndum við? Stöndum við með fólkinu eða forréttindaliðinu? Auðveldi gegn lýðræði George Soros, ungverski fjármálarefurinn sem lagði breska sterlings­ pundið að velli í fyrirsát árið 1992, sagði fyrir skömmu, að hættan sem steðjaði að lýðræðinu, væri ekki lengur pólitísk trúarbrögð liðinnar aldar, sem kennd voru við kommúnisma og fasisma; hættan sem steðjaði að fulltrúalýðræðinu væri sú, að það væri að breytast í alræði peninga- aðalsins (e. plutocracy), þar sem kosningarétturinn hefði ekki framar neina merkingu og lýðræðið hefði umbreyst í sýndarveruleika, þar sem peningavaldið deildi og drottnaði á bak við tjöldin. Stærsti hópur kjósenda í Bandaríkjunum – hinir óháðu – eiga enga fulltrúa á þingi. Þátttaka í þingkosningum er iðulega undir 30% . Hvers vegna að kjósa, ef það er fyrirfram vitað, að þingmennirnir eru leiguþý sérhagsmuna? Kunnur hagfræðiprófessor, dr. Vivek H. Dehejia, og rannsóknarfélagi við CESifo í München, orðar sömu hugsun svona í grein í International Herald Tribune (14.04.11): Hvort tveggja, spilling og ójöfnuður, hefur nú þegar eitrað stjórnmálin svo mjög, að lögmæti kapítalismans – markaðskerfisins – stafar ógn af. Þetta skapar þrýst­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.