Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 69
A r f l e i f ð m á r a n s TMM 2011 · 4 69 þessu tilfelli voru kristnir norðanmenn augljóslega hinir aðvífandi „bar­ barar“ sem ógnuðu staðbundinni hámenningu. Sjálfsmynd Evrópu inniheldur stóra skammta af nýlenduhyggju. Hluti af henni er íslamófóbían sem vestræn heimsvaldastefna notar nú sem aldrei fyrr til að knýja yfirgang sinn. Moskan í Kordóvu er þögult vitni um gullið tækifæri sem hin kristna Evrópa fékk og misnotaði. Það hvort hún gengst við hinum máríska arfi er góður mælikvarði á það hvort hún hyggst snúa blaðinu við. Márar og endurreisnin í Evrópu Á hátindi frægðar sinnar var Kordóva langstærsta borg í vestanverðri Evrópu. Talið er að íbúafjöldinn um árið 1000 hafi verið á bilinu 250 til 500 þúsund, en á sama tíma voru t.d. París og London smábæir með innan við tíu þúsund íbúa hvor. Þegar best lét voru moskur í Kordóvu um 1600 talsins, en Moskan mikla stærst og virðulegust, og hefur lifað lengst. Tengd henni voru íslamskur háskóli og mikið bókasafn. Þangað komu námsmenn víða að, einnig úr hinni kristnu Evrópu, og settust við fótskör lærimeistara úr hópi múslima og gyðinga – og jafnvel kristinna. Sylvester II, sitjandi páfi er kristni var lögtekin á Íslandi, hafði lært í Kordóvu, m.a. stærðfræði og stjörnufræði og kunni arabísku. Talið er að bókasafnið hafi seint á 10. öld átt um 600.000 rit eða u.þ.b. 1000 sinnum fleiri titla en nokkurt annað bókasafn Evrópu. Borgin Toledo, sem Kastilíumenn náðu af márum árið 1085, var glæsilegasta setur mennta og menningar í landinu að Kordóvu undan­ skilinni. Eins og aðrar borgir mára var hún mótsstaður hinna þriggja trúarbragða landsins sem lifðu að mestu í frjóu samlyndi. Múslimar af rómönsku ætterni voru þar í meirihluta. Eftir að borgin féll undir Kastílíu varð hún helsta miðstöð landsins í stríðinu fyrir „endurheimt“ Íberíuskagans. Engu að síður var hún áfram mikil miðstöð mennta og gott sambýli trúarsamfélaganna hélst áfram. Alfonso XI konungur Kastilíu kappkostaði að halda múslimum (meirihluta borgarbúa) og gyðingum í borginni eftir hertöku hennar og bauð þeim ýmis fríðindi. Fall Toledo breytti sögu Evrópu. Hinum ríku bókasöfnum máranna þar var ekki spillt. Smám saman breyttist menntasamfélag borgarinnar – tengt háskóla og dómkirkju – í þýðingamiðstöð þar sem þýtt var yfir á latínu, seinna einnig kastilísku og frönsku. Þetta varð langmikilvægasta miðstöð fyrir miðlun á grískum og arabískum lærdómi til Evrópu­ landa, einkum á sviði heimspeki og vísinda. Til dæmis voru öll helstu verk Platóns og Aristótelesar þýdd úr arabísku á latínu á 12. og 13. öld,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.