Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 76
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
76 TMM 2011 · 4
Ljóðagerðin var kjarni arabískrar menningar allt frá því fyrir daga
Múhameðs. Kveðskapur araba var jafnan lýsrískur, tjáning tilfinninga
og stemmningar, en sjaldan frásögn. Náttúrustemmning og ástamál
voru áberandi. Lýsingin á söknuðinum blandast gjarnan náttúrulýrík.
Oftast var ástin ólánssöm.
Tökum til samanburðar ljóð eftir franska trúbadorinn Jaufré Rudel frá
12. öld. Samkvæmt þjóðsögninni orti hann alla ævi til greifafrúarinnar
af Trípolí sem hann sá þó ekki fyrr en á deyjanda degi. Ástæða er til
að nefna eitt atriði sem einkenndi ást franskra trúbadora en var ekki
eins áberandi hjá Andalúsíuskáldum: Hin heittelskaða var yfirleitt gift
öðrum manni. Höfundar sem um þetta rita hafa oft tengt það þeim
aðstæðum að trúbadorarnir voru uppi á krossferðatímum þegar fjöldi
evrópskra aðalsmanna og stórmenna barðist í Landinu helga. Á meðan
var hallarfrúin hæstráðandi heima hjá sér, og karmannslaus. Ljóð
Rudels hljóðar svo:
Langan maídaginn heilla mig
söngtöfrar fuglanna í fjarska
og ef þeir söngvar hverfa mér
þá minnist ég ástar í fjarska:
Þung er mín þrá, ég drúpi höfði –
ei söngur, ei blóm hvítþyrnis
gleðja mig frekar en vetrarísar.
Mjög dái ég herra þann sem fær
sýnt mér þessa konu í fjarska
en fyrir eitt mér gott hlýt ég tvennt
mér illt: því konan er í fjarska.
Ó, væri ég þar pílagrímur
þá myndu flaggstöng mín og yfirhöfn
speglast í fögrum augum hennar.
Ég gleðst þegar ég í guðs nafni
sárbið til konunnar í fjarska
og ef hún leyfði mér dveldi ég
í nánd hennar – ekki í fjarska.
Ó fagnafundir! þegar ég kominn
óralangt að, verð svo nálægt henni
að ég heyri hjúfrandi orð hennar.
Hvergi nýt ég gleði ástarinnar
nema hjá konunni í fjarska
því enga veit ég betri, blíðari,