Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 77
A r f l e i f ð m á r a n s TMM 2011 · 4 77 hvorki í nálægð né í fjarska: svo sönn og svo fullkomin er hún að þar, í ríki Arabanna, vildi ég vera fangi hennar. Sannlega, sannlega þrái ég, þrái þessa konu í fjarska því ástarunaður minn er allur hjá þessari konu í fjarska. En þrá mín þekkir sína hindrun – forlögin frá mínum guðföður: Þau að ég ann, en mér er ei unnað. (Þýðing: Daníel Á. Daníelsson, stytt.) Aðskilnaðurinn frá hinni heittelskuðu er jafn óyfirstíganlegur í báðum ljóðunum, afstaðan til hennar er fullkomin undirgefni, orðið „þrá“ er miðlægt en þráin er vonlaus. Lýsingin á söknuðinum blandast nátt­ úrulýrík. Nánar tiltekið byrja bæði ljóðin á náttúrulýrík, síðan hefst kvein skáldsins yfir vonlausum ástamálum og endirinn hjá báðum er sá sami: ég elska en ást mín er ekki endurgoldin. Andalúsíuljóð í þýðingu Daníels er 20. aldar úrval úr stærra safni andalúsískra ljóða frá fjórum öldum sem sett var á bók árið 1243. Tæpur helmingur ljóðanna fjallar um ástamál. Þótt aðeins sé litið á þau ljóð og hins vegar þýðingar Daníels á ástarljóðum trúbadora má nánast velja ljóð af handahófi úr hvorum flokki og finna ótal samsvaranir eins og hér. Arabísk-rómönsk söngljóð Á gullöld sinni var íslam heimsveldi. Miðstjórn var að vísu veik í nútíma samanburði og fór dvínandi. En menning þess nærðist og þáði kraft af miklu svæði, og þess naut máraríkið. Öflug tónlistaruppsveifla varð þar á 8. öld og var einkum ættuð frá Persíu. Með tímanum leiddi menn­ ingarblandan í Andalúsíu til mikillar menningarlegrar nýsköpunar. Ein sú helsta var á sviði ljóðasöngs. Sönglistin tvinnaðist þá æ meira saman við ljóðagerðina og á 10. og 11. öld gat það af sér sérstaka grein ástarsöng­ ljóða sem minnir að ýmsu leyti á dægurtónlist, sungna af almenningi, jafnvel var dansað við, enda varð hún svo vinsæl að óhætt er að tala um ástarsöngva­bylgju. Erfitt er að rekja áhrif márískrar tónlistar út fyrir máraríkið þar sem lögin eru hvergi varðveitt niðurskrifuð á nótum. Textar þessara ástarsöngva eru hins vegar margir hverjir varðveittir. Þeir voru nýmæli á sínum tíma. Tungumál þeirra var oft og tíðum ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.