Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 78
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
78 TMM 2011 · 4
klassísk arabíska heldur almennt talmál og m.a.s. oft blanda af talmáli
araba og rómanskra Íbera. Helstu tegundir þessara söngva nefndust
muwassah og zajal og voru sungnir þvers og kruss um Andalúsíu, af
kóngum sem kotungum. Yrkisefnið var einkum óhamingjusöm ást.
Vinsæl hljóðfæri við slíkan söng voru lútan (móðir gítarsins) og rebeka
(formóðir fiðlunnar). Vitnum nú í einn slíkan muwassah-söng. Hann er
eftir AlA’ma alTutili, sem er arabíska og þýðir „Blindinginn frá Tudela“
(þýðing: Daníel Á. Daníelsson og Þórarinn Hjartarson):
Tár þau sem falla og brjóst sem er brennt:
sem eldur og vatn.
Þau fylgjast ei að nema á stærstu stundum.
Hve drembnir þeir voru hans dómar í minn garð,
því ævin er stutt en ástarþrautin löng.
Ó, hve glöggt sýna andvörp þann sem ann!
Ó, hversu tárin falla eins og foss!
Svefn er mér bannorð – heimsókn má ei meir,
ei frið, ei ró.
Helst vil ég fljúga en til f lugtaks veit ei stað.
Ó, Ka’ba, þú laðar hjörtun til þín heim,
sem hrópa út sína ást og heimta andsvar.
Hér fagnar þú syndara sem snýr til þín á ný.
Hér er ég – um njósnarana hirði ekki hót.
Hleyptu mér inn til að tigna og falla fram.
Tak mér vel.
Hjartað er gjöf mín og gimsteinn tár mitt hvert.
Velkominn sé hann þó valdi hann dauða mér.
Eitt mitti sveigt og augans undanlát,
ó, hjarta kalt sem hugði ástin varmt!
Nú kann ég skil á kaldri og harðri lund.
Of stutt var hver hans nótt, og frá því að hann fór
mín tár streyma,
sem augnalokin orðin væru spjót!
Ég herra mér kaus sem dæmir rangan dóm –
ég meina hann þó nefni’ eg ei hans nafn.
Mín sanngirni er lygileg í ljósi gerða hans.
Spurðu hann um stefnumót, stóð hann við sín orð?
Hann tætti úr brjósti mér bjargfasta ást.
Auðmjúk er ég –
þó treg, því að gleði hans velur sér að vild.