Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 81
A r f l e i f ð m á r a n s TMM 2011 · 4 81 frumstæð í samanburðinum. Menningarþyrst fólk í nágrannalöndum mára hlaut að sækja þangað fyrirmyndir. Miklu meiri útskýringa væri þörf ef slíkt hefði ekki gerst. Arfleifð mára á Íslandi Áður hefur verið ritað um arabísk áhrif á íslenskan miðaldaskáldskap. Það gerði Guðrún Lange í Skírnisgrein 1992. Hún telur áhrifin býsna óbein og fremur hugmyndaleg en beinlínis bókmenntaleg. Hina hof­ mannlegu ást eða „andlegu ást“ sem þá varð tíska í Evrópu vill hún einkum skýra með arabísk­platónskum hugmyndum sem hafi síast inn í álfuna gegnum krossferðir og einnig um máraríkið. Platónsk ást, þar sem elskendurnir ná ekki að sameinast nema á andlegu plani, fann fótfestu innan íslams jafnt sem kristni og örvaði til bókmenntaafreka. Þannig má, segir Guðrún, lesa t.d. Kormáks sögu sem veraldlega allegóríu um leit mannsins að æðra marki með hjálp andlegrar ástar („Andleg ást. Arabísk­platónsk áhrif og „integumentum“ í íslenskum fornbókmenntum?“, Skírnir, vor 1992). Dæmi um nokkuð bein arabísk áhrif eru þó til: í þýðingu sem birtist í Hauksbók úr ritinu Diciplina Clericalis eftir gyðinginn Petrus Alfonsi sem var frá márísku Andalúsíu en fór síðan til Aragóníu og tók kristni árið 1106. Ritið er austrænt ævintýra­ og dæmisagnasafn, þýtt úr arabísku og persnesku m.m. (ferðir Sindbaðs eru þar á meðal þótt þær hafi ekki ratað í Hauksbók). Sveinbjörn Rafnsson hefur sýnt fram á að talsverð áhrif þaðan megi finna í íslenskum fornsögum, m.a. Eglu, og yngri ævintýrum („Sagnastef í íslenskri menningarsögu“, Saga 1992). Veruleg áhrif frá márum á Íslendinga gátu varla orðið öðruvísi en óbein. Sem áður sagði voru hinir hofmannlegu tískustraumar hluti af hringbylgju með upphafspunkt í Andalúsíu. En slíkir straumar flæddu öðruvísi í þá daga en nú. Talað orð og sungið barst munnlega frá manni til manns, ellegar í þýðingum og afskriftum sem einnig gengu frá manni til manns. Þessir straumar hlutu því að taka lit af þeim svæðum sem þeir fóru yfir, ekki síst af bókmenntalegu umhverfi og hefðum sem þar voru fyrir. Af því straumurinn frá Andalúsíu fór yfir Frakkland tók hann þar í sig nýja liti og tóna áður en hann streymdi áfram. Þaðan fór hann fremur sem sagnakvæði og sögur en sem lýrík. Þannig náði bylgjan til Norðurlanda og Íslands snemma á 12. öld. Í Noregi og á Íslandi voru þýddar og endursagðar riddarasögur úr suðrænu (mest frönsku) umhverfi, með ástina sem helsta viðfangsefni. Sömuleiðis komu hingað þjóðvísur og sagnadansar (e. ballads) úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.