Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 89
M a ð u r i n n í k j a l l a r a n u m TMM 2011 · 4 89 vildi betra til. Þau voru sammála um þetta og aldrei hafði komið upp alvöru ágreiningur um uppeldisaðferðir. Honum sárnaði stundum samt þegar hún bað þá um að hirða upp sokkana sína en skilja þá ekki eftir út um allt eins og pabbi þeirra. Hann vissi alveg að hann átti ekki að gera það en gleymdi sér bara stundum. Og hann var auðvitað ekki heima alla daga til að kenna þeim góða siði. „Sjáðu, svo kemur skúmurinn og skemmir allt,“ sagði vélstjórinn og benti fram með bátnum þar sem skúmurinn æddi beinustu leið inn í múkkahópinn og olli þar usla og súlurnar færðu sig fjær bátnum og hættu í bili að stinga sér. Múkkinn flaug enn meðfram bátnum og svo kom nýr þegar hann flaug lengra og í burtu frá bátnum. Harpa hafði þó hjálpað honum í einu erfiðasta máli síðari tíma þegar María Morkinskinna gerði kröfu um meðlag í sextán ár fyrir Ingólf sem varð með hverjum degi líkari Ragnari. En María hafði þverneitað að feðra drenginn í upphafi þótt Ragnar sækti það nokkuð fast enda vissi hann ekki til að hún hefði verið með neinum öðrum. Hún var í rauninni ekkert morkin enda festist þetta viðurnefni bara við hana á unglingsárum af því hún hafði verið ættleidd frá Sri Lanka sem ungbarn og lá alltaf í Íslendingasögunum. Aðkomumönnum kom það alltaf jafn mikið á óvart að hún skyldi tala íslensku eins og innfædd. Það fylgdi því ákveðið stolt og jafnvel heiður að vera með Maríu á sínum tíma en sambandið fjaraði út og svo frétti hann utan að sér að hún væri ófrísk. Það kom honum í opna skjöldu og jafnvel enn meira þegar hún neitaði að gefa upp faðernið. Hann sá drenginn nokkurra daga gamlan hjá Gunnu sem var sameiginleg vin­ kona þeirra og líkindin leyndu sér ekki þá strax. Og Harpa tók fullan þátt í að fá faðernið viðurkennt og berjast með honum gegn þessari kröfu Maríu, vera í sambandi við sýslumann og það sem þarf í slíkum málum. Hann hafði ekki yfir neinu að kvarta. Gagnvart Hörpu. Og vissi ekki betur en að hún hefði heldur ekki yfir neinu að kvarta. Og þegar hann gekk á hana hafði hún ekki yfir neinu að kvarta. Þetta var bara búið. Hún bara fann ekkert til hans lengur. Hann átti erfitt með að trúa því. En hún sagði það og virtist meina það. Og ætlaði að taka strákana. Hvað átti hann þá að fá? „Ekki viltu gera þetta erfiðara en þarf fyrir strákana?“ spurði hún. Honum fannst hann vera sekur um eitthvað með því að vilja hafa þá smávegis hjá sér. Kannski í hverri landlegu og fríi. Þá gæti hann verið með þeim drjúgan tíma. Já, það væri gaman. En hún talaði eins og hann vildi þeim eingöngu allt hið versta. „Þarf ég þá að hætta að elska drengina eða hvað?“ spurði hann ráð­ villtur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.