Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 91
M a ð u r i n n í k j a l l a r a n u m TMM 2011 · 4 91 umgengnin virtist til fyrirmyndar. Það var ekki einu sinni partístand á honum. Svo það var ekki yfir neinu að kvarta. Þegar þeir voru sestir við borðið lyfti Þórður upp gafflinum og beið eftir kjötinu á borðið til að vera fyrstur að fá besta bitann. Allir biðu rólegir eftir að kokksi setti kjötið á borðið og gerðu grín að Þórði. Loksins kom kjötið. Og þegar Þórður kom gafflinum á fatið var allt búið. Allir búnir að ná sér í bita nema hann. Sponni stýrimaður sagði að hér hefði góður biti farið í hundskjaft. Allir hlógu nema Þórður. Samt fannst Ragnari hann sitja eftir jafn tómhentur í þessu máli með Hörpu og drengina. Hann var búinn að byggja upp fyrir framtíðina, hafði lagt fyrir og fékk hana meira að segja í lið með sér svo að nú áttu þau dágóða fúlgu ef illa færi. Svo áttu þau húsið, kannski ekki skuldlaust, en skuldlítið. Að minnsta kosti miðað við suma sem höfðu farið ódýru leiðina. Þess vegna hafði þetta meðlagsmál vegna Ingólfs Maríusonar ekki verið svo mikið áfall peningalega. En nú átti að fara fyrir honum með Andrés og Lilla eins og með Ingólf. Ekki gæti hann verið vinur hennar eftir þetta. Eða hvað? Honum fannst hún eitthvað svo endanleg, eins og þau myndu varla hittast framar eða hafa nokkuð saman að sælda. Hann myndi standa einn í þessari baráttunni. Og hann ætlaði ekki að láta sitt eftir liggja. Hann hafði kannski tóma hunda á hendi en hann ætlaði að spila vel úr þeim. Hann skyldi berjast fyrir að halda sambandi við drengina. Honum fannst sem snöggvast að hann þyrfti að gera eins og múkkinn sem sveif rétt yfir yfirborðinu alltaf í sömu fjarlægð. Þannig að hann þyrfti sífellt að vera á verði fyrir sjálfan sig og passa sig á öllum gryfjum á leiðinni. Það var auðvelt að fatast í þessu flugi. Því hafði hann kynnst varðandi Ingólf. Hann ætlaði auðvitað að láta henni eftir húsið og myndi leigja einhvers staðar í kjallara og taka þar við strákunum þegar hann ætti frí. Það væri kannski ekki kompa en svona þokkaleg einstaklingsíbúð. Það var eitthvað við það að vera tómhentur eins og Þórður sem hvatti hann til dáða. Mikilvægast væri að hlúa að sambandinu við drengina. Hann ætlaði að byrja á því að ráðgast við vélstjórann eftir matinn. Vélstjórinn tók hins vegar til máls yfir matnum og spurði hvort þeir hefðu heyrt um Geira á Danska Pétri. Hann hefði fallið útbyrðis og þeir náð honum köldum og hröktum um borð án lífsmarks. Þeir hefðu svo haft hann á netaborðinu í klukkutíma til að reyna að lífga hann við en það kunni það enginn um borð heldur urðu þeir að nota leiðbeiningar með gerviöndunargrímu sem fannst í klefa skipstjórans. Þeir væru núna komnir með hann á borðið í messanum þar sem haldið væri áfram með lífgunaraðgerðir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.