Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 126
D ó m a r u m b æ k u r
126 TMM 2011 · 4
Karlhetjur Bergsveins Birgissonar,
þeir Halldór, Gestur og Bjarni, eiga það
allir sameiginlegt að vera óvenjulega
veiklyndir karlar, einskonar andhetjur.
Þeir eru forvitnilegir út frá sjónarmiði
karlmennskunnar, ekki síst vegna þess
hve mjög þeir eru allir bundnir karl
mannlegu atgervi – í sjávarútvegi,
menntun og landbúnaði – sem sam
kvæmt venju ætti að duga til að færa
þeim vald yfir eigin lífi. Það gerist þó
ekki heldur standa þeir allir berskjald
aðir sem fórnarlömb átakamikils til
finningalífs. Þessar söguhetjur eru eig
inlega sprottnar úr „glufum“ þeim á sál
arhurðum er almættið hefur smíðað
mannfólkinu og Bjarni vísar til í upp
hafi bréfs síns. Hann finnur sig knúinn
til þessa uppgjörs á lífi sínu af þeim
sökum að „… allir eiga sér hurð. Og
allir menn vilja hleypa sínum innri
manni út um dyrnar. Og hurðin mín –
það er gamla hurðin á fjárhúsunum
hans pabba heitins hvar sólskinið kemur
inn um sprungurnar, langt og mjótt á
milli gisinna plankanna.“ Hann finnur
dauðann nálgast, veit að hurðin hans
„megnar ekki lengur að halda því innra
aðskildu frá því ytra“ (bls. 8). Hið and
lega, ástin eða kærleikurinn í formi
ljóssins, hefur orðið hurðinni, eða því
efnislega, yfirsterkara. Frammi fyrir
dauðanum finnst Bjarna hann hafa
valið rangt, en hann veit líka að hann er
ekki fullkominn fremur en himnasmið
urinn. „Og kannski er það einmitt það
góða við smiðinn – að hann er ekki full
kominn? Að það eru glufur og sprungur
í verki hans sem hleypa sólskininu og
lífinu í gegn.“ (Bls. 8.) Bjarna hefur sem
sagt á langri ævi loks lærst að horfast í
augu við ófullkomleika sinn – hann
skilur að það er ekki hægt að endur
skrifa líf sitt, einungis sætta sig við það.
Svar við bréfi Helgu er fyllri og hnit
miðaðri og betur mótuð en þær tvær
bækur Bergsveins sem á undan komu.
Hún felur jafnframt í sér stærri sann
leika um mannlegt eðli þrátt fyrir að
vera smá í sniðum. Þrátt fyrir gamal
dags yfirbragð fylgir hressandi ný
breytni karlhetjum Bergsveins. Nýnæm
ið er ekki síst fyrir tilstilli sögusviðsins
sem hann skapar þeim, ásamt óvenju
lega djúpum skilningi á hefðum og for
tíð sem Íslendingar hafa ef til vill ekki
kært sig um að kljást of mikið við á
undanförnum árum.
Aðalsteinn Ingólfsson
Hægara sýnt
en greint
Þröstur Helgason – Birgir Andrésson, Í
íslenskum litum, Crymogea, Reykjavík,
2010, 180 bls.
Ólafur Gíslason – Guðjón Ketilsson,
1990–2010, Crymogea, Reykjavík,
2010, 192 bls.
Listasafn Íslands – Karl Kvaran, Listasafn
Íslands 2010, 88 bls.
Ásdís Ólafsdóttir og Páll Valsson – Krist-
ín Gunnlaugsdóttir, Undir rós, Eyja,
2011, 144 bls.
Haraldur Jónsson – TSOYL (The Story of
Your Life), Útúrdúr, Reykjavík, 2010,
164 bls.
Frá því Birgir Andrésson myndlistar
maður lést árið 2007 hefur hans verið
minnst með ýmsum hætti bæði af stofn
unum og starfssystkinum; með sýning
um, málþingum, útvarps og sjónvarps
efni, sömuleiðis með þeirri bók eftir
Þröst Helgason sem hér er til skoðunar.
Auk þess er áformað að leggja heilt
námskeið í listfræðideild Háskóla