Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 127 Íslands undir myndlistarferil hans. Hér er auðvitað um lofsverða ræktarsemi að ræða, og öllu meiri en við eigum að venjast, þegar rúmlega fimmtugur og langt í frá landsþekktur listamaður hverfur af sjónarsviðinu. Að sumu leyti eru þetta skiljanleg viðbrögð, því frá og með miðjum áttunda áratugnum var Birgir innsti koppur í búri hins fram­ sækna myndlistarlífs á landinu, vin­ margur með afbrigðum, skemmtilega uppátektarsamur og sögumaður af Guðs náð. Samt er eitthvað yfirdrifið og mærðarlegt við ýmislegt það sem hrokkið hefur upp úr gömlum viðhlæj­ endum listamannsins síðustu árin, bæði varðandi persónulega hagi hans og myndlist. Í því minningarflóði er ekki laust við að örli á því sem ég vil kalla Modigliani­heilkennið: rómantísku goð­ sögninni um fyrirsjáanlegan dauðdaga hins breyska snillings á hátindi ferils síns. Sem gamall kennari Birgis og kunningi hans í áraraðir vil ég einungis segja: Það var ekkert rómantískt eða fyrirsjáanlegt við dauðdaga hans. Birgir Andrésson drakk sig einfaldlega til dauða, af ástæðum sem enginn okkar er í aðstöðu til að skýra. Og fyrir hverja skemmtisögu af þessum hróki allra fagnaða eru til margar óskemmtilegar sögur af lyktum hvers fagnaðar. En vissulega var fráfall Birgis hörmu­ legt, vegna þess hvernig það bar að, vegna ættingja hans og að sjálfsögðu í myndlistarlegu tilliti. Hann skilur eftir sig mikið tómarúm. En einnig orðræðu sem oft er erfitt að átta sig á, jafnvel fyrir innvígða. Það er engum vafa und­ irorpið að helsta áhugamál Birgis var „íslensk þjóðmenning“ í víðasta skiln­ ingi: þjóðfræði, þjóðsögur, þjóðhættir, þjóðareinkenni og svo framvegis. Mín vegna má því kalla hann „þjóðlegastan“ íslenskra listamanna á seinni hluta 20. aldar, eins og ýmsir hafa gert. Hins vegar sækja að mér efasemdir andspænis ýmsum tilraunum til að lýsa meðhöndl­ un hans á þessum „þjóðlega“ efnviði. Fyrir það fyrsta eru áhöld um „þjóðleg­ an“ uppruna ýmissa fyrirbæra sem lista­ maðurinn tekur til handargagns. Hvað er t.a.m. séríslenskt við útlenskar nafn­ giftir á húsum, eða umflakkandi sér­ vitringa á borð við Ástar­Brand? Hvort­ tveggja er að finna í nágrannalöndum okkar, t.d. Írlandi og Skotlandi. Og ef skilgreining Birgis á því hvað sé íslenskt er fyrst og fremst listræn ákvörðun, eins og hann segir fullum fetum á einum stað í bók Þrastar Helgasonar (bls. 46), fer þá ekki að fjara undan tilraunum ýmissa umsagnaraðila til að flokka myndlist hans undir „rannsóknir“ á fyr­ irliggjandi hugmyndum um þjóðina eða þjóðareinkenni, „umfjallanir“ eða jafn­ vel „afhjúpanir“ á þeim fyrirbærum? Ef til vill er ásteytingarsteinninn í áðurnefndri orðræðu um myndlist Birg­ is fyrst og fremst merkingarfræðilegur. Í myndlistarumræðunni hafa menn haft tilhneigingu til að flagga orðinu „rann­ sóknir“ í tíma og ótíma. Ef ég man rétt var söfnun upplýsinga eitt sinn flokkuð undir „rannsóknir“ í Listasafni Íslandfs. Sums staðar á það við, til að mynda í umfjöllun um ákveðin verk Guðjóns Ketilssonar, þar sem gömul verkfæri eru tekin til athugunar, eiginleikar þeirra greindir og sjónrænar ályktanir dregnar af þeirri greiningu. Eins og oftlega er tekið fram í greinum um Birgi, notar hann verk sín fyrst og fremst til að „sýna“, „vísa til“ eða „skrásetja“ ýmislegt með ljósmyndum, úrklippum og öðru prentefni. Gott og vel, en greiningar­ þáttinn vantar og þar með rannsókn­ arelementið og „afhjúpanirnar“. Að minnsta kosti ef notaður er akademísk­ ur mælikvarði á rannsóknarhugtakið. Þetta er svona ámóta og ef ég sýndi ljós­ myndir af ráðherrum í ríkisstjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.