Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 131 tugnum, þegar hann hóf að gefa mynd­ um sínum heiti, og tók að „mála af krafti óhlutbundnar myndir af hlutum sem hafa merkingu fyrir fólk (humanly meaningful things)“. Hér er frekari skýringa þörf – hvað er átt við með „humanly meaningful“? – en þarna eru alltént drög að nýstárlegu viðhorfi. Mestur akkur er hins vegar í grein Ásdísar Ólafsdóttur, ekki síst vegna skipulegrar útlistunar hennar á form­ hyggju Karls og þróunar hennar í tím­ ans rás. En eins og Danto ýjar að er formhyggjan ekki eini lykillinn að myndlist Karls. Er hægt að horfa framhjá fígúratífri vísan í mörgum gvassmyndum listamannsins frá átt­ unda áratugnum, eða arftekinni merk­ ingu krossmarksins, sem er leiðarstef margra mynda frá upphafi níunda ára­ tugarins? Síðan eru það hagir listamannsins sjálfs, sem sjaldan er rætt um. Að sönnu vitum við ýmislegt um tónlistaráhuga hans, sem auðveldlega má tengja við myndlistina. En ýmsu öðru er ósvarað: Hverjar voru til dæmis ástæður burt­ reksturs Karls úr dönsku akademíunni? Hvað varð til þess að hann afréð að fara ekki til Parísar, eins og nánast allir félagar hans gerðu? Ekki voru aðstæður hans erfiðari en þeirra. Hvaðan hafði hann síðan hugmyndir sínar og inn­ blástur, þegar kom að útfærslu strang­ flatamyndanna á sjötta áratugnum? Hvert var viðhorf hans til frönsku eða skandínavísku strangflatalistarinnar sem félagar hans brutu til mergjar í myndlist sinni? Hvað með viðhorf hans til félaga sinna meðal Septembermanna? Allt eru þetta réttlætanlegar spurningar. Og þó að fram komi að hin háþróaða og agaða myndlist Karls hafi ef til vill verið býsna dýru verði keypt, ætti það ekki að skaða rykti listamannsins, hvorki í bráð né lengd. Unaðssemdir munúðarvímunnar Ekki er orðum aukið að myndlist Krist­ ínar Gunnlaugsdóttur frá Akureyri hafi komið flatt upp á æði marga er hún kom fram á sjónarsviðið seint á níunda ára­ tug síðustu aldar. Í straumröst hins böl­ móðuga „nýja málverks“, sem byggðist m.a. á meðvituðu afturhvarfi til hins frumstæða og „villimannslega“, birtist mönnum „draumkennd, tímalaus og mystísk“, en umfram allt fáguð myndlist Kristínar með rætur bæði í frumkristni og Býsans. Ýmsir, þar á meðal sá sem þetta skrifar, veltu fyrir sér hvað lista­ konunni gengi til og hvernig henni mundi takast að umplanta þessu ítalska og rammkaþólska yrki í kaldan og lúth­ erskan jarðveginn hér uppi á Íslandi. Seinni hluta þessara vangaveltna hefur nú verið svarað, því myndir Kristínar hafa notið mikilla vinsælda meðal íslenskra listunnenda. Fyrir tilstilli hennar hefur myndefni sem í aldaraðir hefur verið tengt öðrum kirkjudeildum órofa böndum meira að segja ratað inn í helstu kirkjur á landinu. Ég nefni ein­ ungis íkonana tvo sem hanga sinn hvor­ um megin við háaltari Hallgrímskirkju, og Maríumyndina miklu í Stykkis­ hólmskirkju. Og verður að segjast að nokkurt hugmyndafræðilegt misræmi hlýst af staðsetningu þessara mynda. Hvað varðar fyrri hluta vangaveltna minna og annarra um það hvað lista­ konunni gengi til, þá er ég enn ekki sannfærður um að hægt sé að flytja rót­ gróna myndlistarlega og trúarlega hefð rakleiðis milli ólíkra landa með þeim hætti sem Kristín gerði við upphaf ferils síns, til notkunar með fremur almenn­ um „andlegum“ eða „guðdómlegum“ formerkjum. Eða eins og Ásdís Ólafs­ dóttir segir í nýrri bók um listakonuna: „Miðaldalist einkennist af flóknu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.