Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 133
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2011 · 4 133
goðsagnakenndan heim, tímalausan,
ójarðneskan og kynlausan“, eins og hún
lýsir þeim í bókinni. En sennilega er það
ekki þessi „kynlausi“ heimur sem flestir
lesendur staðnæmast við, heldur sú upp
hafning hins holdlega sem skyndilega
birtist í verkum Kristínar upp úr 2008,
málverkum og ísaumsmyndum af
glenntum og dreyrrauðum vagínum og
meðfylgjandi víbratorum. Að sönnu eru
þetta „umskipti í myndmáli“ Kristínar,
eins og Páll Valsson nefnir, en kannski
ekki eins róttæk og hann vill vera láta.
Því fram að því er myndlist Kristínar
langt í frá kynlaus og ójarðnesk, og ekki
laust við að áhorfandinn skynji ákveðna
togstreitu milli hins andlega og holdlega
í fasi hennar sjálfrar. Fyrir ofan ljós
myndina af listakonunni og páfanum,
sem áður er nefnd, er önnur mynd af
henni í hlutverki kynþokkafullrar ljós
myndafyrirsætu. Og hvernig ber að
túlka ljósmyndirnar á blaðsíðu 14, tekn
ar með þriggja ára millibili, en þær sýna
annars vegar saklausa klausturmærina
Kristínu, hins vegar eggjandi „tál
kvendi“,: Venus í loðfeldi.
Þótt eldri myndir Kristínar af pöruð
um karl og kvenfígúrum séu ekki löðr
andi í sexappíli, er bæði heteró og
hómóerótíska spennu að finna í mörg
um þeirra (Vinir, 1996, Fjallgangan,
2001) og fyrir aldamótin birtist vagínu
mótífið „undir rós“ í rósaknúppum og
öðrum blómum. Landslagsmyndirnar
sem listakonan málar í aðdraganda
„umskiptanna“ minna síðan ítrekað á
rök, lífræn form og opin kvenskaut
(Leiðin, 2007). Þegar upp er staðið ein
kennist hrá vegsömun Kristínar á kyn
krafti konunnar og unaðssemdum mun
úðarvímunnar af heiðarleika og hug
dirfsku, ekki síst vegna þess að þar fer
hún ekki einasta gegn siðferðilegri
bannhelgi, heldur vegur að rótum þeirr
ar verkmenntar sem verið hefur undir
staða myndlistar hennar í aldarfjórð
ung. Vísast liggur leiðin fram á við í
einhvers konar samræmingu þessara
tveggja þátta, erótíkurinnar og hins fág
aða handverks. Og af nýjustu myndum
Kristínar að dæma er sú aðgerð komin
vel á veg.
Þetta líf, þetta líf
Útúrdúr heitir vasaforlag með háleit
markmið í Reykjavík. Að minnsta kosti
hefur það staðið fyrir útgáfu vandaðra
bókverka eða bóka sem í fljótu bragði
virðast ekki líklegar til að rata á met
sölulista. Vonandi er fyrirtækið enn við
lýði þegar þessi orð eru skrifuð. Á þess
vegum er bókverk í stóru broti sem
nefnist TSOYL, sem stendur fyrir The
Story of Your Life, höfundur er Harald
ur Jónsson myndlistarmaður. Auk hans
kemur Ámundi útlitshönnuður hér
einnig við sögu. Öfugt við aðrar bækur
sem hér eru til umfjöllunar er innihald
ið alfarið á ábyrgð myndlistarmannsins,
þetta er hans „líf“, hans „viðhorf“,
örstuttur texti eftir Miriam Bäckström
fær að fljóta með á útsíðu aftast, nánast
eins og eftirþankar.
Ljósmyndin er ein af mörgum miðl
um sem Haraldur notar í myndlist
sinni. Hér beinir hann myndavél sinni
að fyrirbærum sem hugnast honum með
einum eða öðrum hætti, eða þá að hann
sviðsetur atburði eða stemmningar eftir
eigin höfði og myndar – eða lætur
mynda – þær. Meginforsendan er: hver
maður er það sem hann tekur mynd af,
engu síður en það sem hann lætur ofan í
sig. Það líf sem Haraldur „lýsir“ er, eins
og líf okkar flestra, ofur hversdagslegt,
viðburðasnautt en samt markvert, jafn
vel dularfullt í hversdagsleika sínum.
Bäckström nefnir það „ekkilíf“ eða
„non event“ í pistli sínum. Það er líf án
nokkurs þess sem talist getur óvenjulegt,
án dramatískra viðburða eða hluta/fyr