Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 134
D ó m a r u m b æ k u r
134 TMM 2011 · 4
irbæra sem við tökum sérstaklega eftir,
heldur er það samsett úr ótal stemmn
ingum eða „skeiðum“ sem stöðugt skar
ast, næstum án þess að við tökum eftir
því og verða því aldrei að „alvöru“
minningum. Á meðan rásar tíminn
áfram stjórnlaus.
Sem myndlistarmaður temur Harald
ur sér hins vegar hæfilega eftirtekt. Því
ber hann sig sérstaklega eftir því sem á
eigin daga drífur, sem er næsta lítið, og
einnig því sem ekki gerist í lífi annarra í
kringum hann. Hann kemur aftan að
fólki sem er við það að gæða líf sitt
merkingu, tala í síma, versla sér sport
vörur (?), virða fyrir sér náttúrufyrir
bæri sem eru óbreytt síðan í gær, ganga
sömu göturnar og það hefur alltaf gert.
Við sjáum aldrei andlit þessa fólks,
a.m.k. ekki í nærmyndum. Sjálfur virð
ist listamaðurinn leita uppi staði sem
sýnast luma á einhverri merkingu:
skúmaskot, ranghala, skurði, hellis
munna eða gáttir, jafnvel hálfopin
gluggatjöld, fyrirbæri sem gefa til kynna
einhvers konar handantilveru. Eða þá að
hann ögrar tilviljunum, beinir sjónum
að ómerkilegum hlutum af götunni
(trjágrein, blautum sokkum, brjóstsyk
urmola í laginu eins og geirvörtur, há
glans andi plastpoka) og rýnir í þá uns
þeir gera sig líklega til að segja okkur
eitthvað sem við vissum ekki fyrir og
erum sennilega ekki í stakk búin til að
meðtaka. Rýni Haraldar er gegnsýrð
erótískri eftirlöngun, jafnvel losta. Og
eins og Bäckström gefur til kynna er
eftirlöngunin e.t.v. það eina sem máli
skiptir í merkingarsnauðum heimi.
Þegar allt annað bregst, reiðir Harald
ur sig á náttúruna, eins og góður og
gegn rómantíker. Hann leitar svara ofan
í sverðinum, sandinum, grasrótinni,
fjögurra blaða smárabreiðunum, mosan
um, berjalynginu, vatninu og snjónum,
uppi í skýjabólstrunum, í þokunni,
undir trjákrónunum og við árbakkann.
Rómantísk eftirgrennslan rennur saman
við erótíska eftirlöngun. Öllum mögu
leikum er haldið opnum.
Þórunn Sigurðardóttir
Hvað gerði
Hallgrím að skáldi?
Steinunn Jóhannesdóttir: Heimanfylgja.
Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms
Péturssonar byggð á heimildum um
ættfólk hans og samtíð. JPV útgáfa,
Reykjavík, 2010.
Hallgrímur Pétursson er stórveldi í
íslenskri bókmenntasögu síðari alda.
Passíusálmar hans hafa verið prentaðir
allt að 83 sinnum síðan árið 1666 þegar
þeir komu fyrst út. Þeir hafa verið þýdd
ir á fjölda tungumála og eru enn lesnir
upp á föstunni í ríkisútvarpinu og
kirkjum landsins. Aðrir sálmar hans og
kvæði hafa verið prentuð í sérstöku hefti
allt frá árinu 1755, og nú um stundir er
verið að gera vísindalega útgáfu á heild
arverki hans á Stofnun Árna Magnús
sonar í íslenskum fræðum. Andláts
sálmur hans, Allt eins og blómstrið eina,
er sung inn við margar jarðarfarir
nútíma Íslendinga (eða að minnsta kosti
erindi úr honum) og flestir kannast
sjálfsagt við heilræðavísur hans, Ungum
er það allra best, en skólabörn voru
lengi látin læra þær utanbókar í grunn
skólum landsins. Ævisaga Hallgríms,
eða öllu heldur ágrip af ævisögu hans,
hefur verið skrifuð nokkrum sinnum,
líklega fyrst af séra Jóni Halldórssyni
(1665–1736) í Hítardal,1 en einnig af
fleiri 18. aldar mönnum í bókmennta