Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2011 · 4 irbæra sem við tökum sérstaklega eftir, heldur er það samsett úr ótal stemmn­ ingum eða „skeiðum“ sem stöðugt skar­ ast, næstum án þess að við tökum eftir því og verða því aldrei að „alvöru“ minningum. Á meðan rásar tíminn áfram stjórnlaus. Sem myndlistarmaður temur Harald­ ur sér hins vegar hæfilega eftirtekt. Því ber hann sig sérstaklega eftir því sem á eigin daga drífur, sem er næsta lítið, og einnig því sem ekki gerist í lífi annarra í kringum hann. Hann kemur aftan að fólki sem er við það að gæða líf sitt merkingu, tala í síma, versla sér sport­ vörur (?), virða fyrir sér náttúrufyrir­ bæri sem eru óbreytt síðan í gær, ganga sömu göturnar og það hefur alltaf gert. Við sjáum aldrei andlit þessa fólks, a.m.k. ekki í nærmyndum. Sjálfur virð­ ist listamaðurinn leita uppi staði sem sýnast luma á einhverri merkingu: skúmaskot, ranghala, skurði, hellis­ munna eða gáttir, jafnvel hálfopin gluggatjöld, fyrirbæri sem gefa til kynna einhvers konar handantilveru. Eða þá að hann ögrar tilviljunum, beinir sjónum að ómerkilegum hlutum af götunni (trjágrein, blautum sokkum, brjóstsyk­ urmola í laginu eins og geirvörtur, há­ glans andi plastpoka) og rýnir í þá uns þeir gera sig líklega til að segja okkur eitthvað sem við vissum ekki fyrir og erum sennilega ekki í stakk búin til að meðtaka. Rýni Haraldar er gegnsýrð erótískri eftirlöngun, jafnvel losta. Og eins og Bäckström gefur til kynna er eftirlöngunin e.t.v. það eina sem máli skiptir í merkingarsnauðum heimi. Þegar allt annað bregst, reiðir Harald­ ur sig á náttúruna, eins og góður og gegn rómantíker. Hann leitar svara ofan í sverðinum, sandinum, grasrótinni, fjögurra blaða smárabreiðunum, mosan­ um, berjalynginu, vatninu og snjónum, uppi í skýjabólstrunum, í þokunni, undir trjákrónunum og við árbakkann. Rómantísk eftirgrennslan rennur saman við erótíska eftirlöngun. Öllum mögu­ leikum er haldið opnum. Þórunn Sigurðardóttir Hvað gerði Hallgrím að skáldi? Steinunn Jóhannesdóttir: Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. JPV útgáfa, Reykjavík, 2010. Hallgrímur Pétursson er stórveldi í íslenskri bókmenntasögu síðari alda. Passíusálmar hans hafa verið prentaðir allt að 83 sinnum síðan árið 1666 þegar þeir komu fyrst út. Þeir hafa verið þýdd­ ir á fjölda tungumála og eru enn lesnir upp á föstunni í ríkisútvarpinu og kirkjum landsins. Aðrir sálmar hans og kvæði hafa verið prentuð í sérstöku hefti allt frá árinu 1755, og nú um stundir er verið að gera vísindalega útgáfu á heild­ arverki hans á Stofnun Árna Magnús­ sonar í íslenskum fræðum. Andláts­ sálmur hans, Allt eins og blómstrið eina, er sung inn við margar jarðarfarir nútíma Íslendinga (eða að minnsta kosti erindi úr honum) og flestir kannast sjálfsagt við heilræðavísur hans, Ungum er það allra best, en skólabörn voru lengi látin læra þær utanbókar í grunn­ skólum landsins. Ævisaga Hallgríms, eða öllu heldur ágrip af ævisögu hans, hefur verið skrifuð nokkrum sinnum, líklega fyrst af séra Jóni Halldórssyni (1665–1736) í Hítardal,1 en einnig af fleiri 18. aldar mönnum í bókmennta­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.