Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 135 söguritum þeirra og rithöfundatölum. Magnús Jónsson guðfræðiprófessor skrifaði um Hallgrím á fyrri hluta 20. aldar og Margrét Eggertsdóttir í byrjun 21. aldar, svo nokkuð sé nefnt.2 Ekkert hefur þó verið skrifað um æsku Hall­ gríms og uppvöxt, enda litlar sem engar heimildir til um það efni. Stein unn Jóhannesdóttir ræðst í það verkefni að gera sögulega skáldsögu um æskuár Hall gríms, eða heimildaskáldsögu eins og hún kallar söguna, enda hefur hún rannsakað allmargar heimildir um fyrstu áratugi 17. aldar, og heimildir frá þeim tíma, sem hún nýtir sér óspart í skáld sögu sinni. Í eftirmála skáldsögunnar, „Til lesar­ ans“, greinir Steinunn frá því hvernig spurningar um æskuár Hallgríms hafi tekið að leita á sig þegar hún vann að skáldsögu um samband Hall gríms Pét­ urssonar og Guðríðar Símonardóttur. Hún fór að velta því fyrir sér hvað hafi gert hann að skáldi og kemst að þeirri niðurstöðu að um hann gildi hið sama og mörg önnur skáld, eftir því sem finnskar rannsóknir hafi leitt í ljós, þau hafi haft góðan aðgang að bókum í æsku, haft persónuleg kynni af skáldi eða rithöfundi og orðið fyrir trámatískri reynslu eða áfalli sem kallaði á úr­ vinnslu í frásögn (sjá bls. 381). Sýnist henni allt þetta geta átt við um skáldið Hall grím Pétursson. Sagan hefst á eins konar ferðalagi, fæðingu barns,3 og henni lýkur með því að sama barn hleypir heimdraganum og heldur af landi brott. Áfangastaður fyrra ferðalagsins voru hlýjar móðurhendur og nærandi móðurmjólk en í lok sög­ unnar sendir amma strákinn út í heim með „hangi kjötsbragð á tungunni“ (bls. 377). Þannig mynda ferðalög og fæða ramma um sög una af uppvaxtarárum þjóðskáldsins, en hvort tveggja er einnig þáttur í erfiðri lífsreynslu stráksins, og þar með þroska hans, á þeim árum sem sagan fjallar um. Flutningurinn úr Gröf, frá móð ur og systkinum, var sú trámat­ íska reynsla sem mest áhrif hefur haft á skáldið í túlkun Steinunnar, auk þess sem ferðalög bæði Hallgríms sjálfs, föður hans og annarra sem við sögu koma enda oft með ósköpum, drukknun og slysförum. Matur kemur oft við sögu (sem eðlilegt getur talist í samfélagi þar sem matur var tíðum af skornum skammti) og hefur stundum áhrif á tilfinninga líf stráksins; opinberar jafn­ framt fyrir lesendum djúpan söknuðinn eftir móðurinni. Þegar hann heimsæk ir Margréti, móður Kristjáns vinar síns á Hólum, í fyrsta sinn og fær að borða graut með eplavíni sem er „ættað úr sjálfum aldingarðinum Eden“ og saltan síðubita, sem hann nagaði „þangað til ekkert var eftir nema sleikt beinin“, veit­ ir maturinn honum unað og slær á heimþrá og söknuð eftir móður og systkinum. „Það fór um hann sælu­ kennd við að horfa á þessa konu … Hallgrími fannst hann vera um það bil að eignast hlutdeild í öllu því sem Krist­ ján átti. Jafnvel móður hans, systur og bróður“ (bls. 110–111). Margrét og fjölskyld an í brytabænum ganga honum í fjölskyldustað upp að vissu marki. Um nóttina eftir veisluna góðu dreymir hann mömmu sína og eplagrautinn (móðurmjólkina) en í draumnum breyt­ ist mamm an skyndilega í Margréti. Adam var þó ekki lengi í Paradís, viku síðar er honum kippt niður á jörðina þegar hann fréttir af drukknun unnusta frænku sinnar, einmitt þegar hann er að gæða sér á súpu hjá Margréti. Hann missir lystina á súpunni (bls. 113). Brytafjölskyldan getur aldrei fullkom­ lega komið í stað móður og systkina. Grautarsletta Halldóru biskupsdóttur er þó sá matur sem veldur mestum straum hvörfum í lífi söguhetjunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.