Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 137 son úr Grettis sögu sem eins konar leið­ arstef í þroska hans. Grettis sögu kynn­ ist Hallgrímur hjá afa sínum í Gröf. Hann er í fyrstu hræddur við Gretti, svo hræddur „að hann þorði varla að horfa í átt til eyjarinnar“ (bls. 19). Ekki bætir úr skák þegar galsi hleypur í fólkið í bað­ stofunni í Gröf við upplestur afa úr Grettis sögu og vinnumaður reynir að fá Hallgrím litla til að leika eftir bakklór Grettis á föður sínum á afa: „Hallgrímur skildi ekki hvers konar galsi var hlaup­ inn í fullorðna fólkið. … Hann vildi ekki vera eins og Grettir“ (31). Viðhorf Hallgríms til Grettis breytist smám saman eftir að hann er tekinn úr Gröf og sendur til Hóla. Þá fer hann að líta á Gretti sem eins konar fyrirmynd, þótt höfundur slái stundum varnagla við því: „Honum fannst hænsnin heldur heimskuleg dýr og hugsaði til Grettis sem þótti það lítið verk og löðurmann­ legt að gæta heimagása föður síns. Hann lét sér þó ekki detta í hug að fara að dæmi óknyttastráksins og vinda háls á kjúklingum …“ (135). Oftar mátar strákur sig þó við hetjuna Gretti, eink­ um með tilvísun í skáldskap: „Hallgrím­ ur horfði út á fjörðinn. Það stóð skýja­ strókur upp af Drangey. Það var líka strókur í brjóstinu á honum. Hann lang­ aði svo til þess að geta svarað með vísu eins og Grettir hefði gert“ (bls. 77). Annað dæmi tengist viðureign við ill­ vígan geithafur sem stangar Hallgrím til blóðs, og býður Heiða, leiksystir hans, honum arminn „en hann gat ekki þegið að láta stúlku styðja sig. Það hefði Grett­ ir aldrei gert. Hann hefði frekar kastað fram vísu“ (bls. 124). Loks má nefna hugsanir stráksins meðan busavígslan stóð yfir í skólanum: „Sjálfur lét hann ekkert hljóð út fyrir sínar varir en hugs­ aði til Grettis. Þegar Grettir var niður­ lægður tók hann jafnan hraustlega á móti … hann náði sér líka niðri á fjend­ um sínum með því að yrkja um þá níð.“ Hallgrímur fer þarna að dæmi Grettis og yrkir níðvísu um kvalara sína (bls. 331–332). Samanburðurinn við Gretti kemur þó skýrast fram í lok sögunnar, þótt allt sé þar með mildari og kristi­ legri hætti en þegar Grettir hélt úr föð­ urgarði. Grettir skildi við föður sinn „með litlum kærleikum“ en móðir hans gaf honum sverð að skilnaði, eins og frægt hefur orðið.7 Samband þeirra feðga, Péturs og Hallgríms, er oft stirt eftir aðskilnaðinn við fjölskylduna í Gröf, og einkum eftir móðurmissinn. Hallgrím ur kennir föður sínum á vissan hátt um andlát Solveigar, móður sinnar, og getur ekki unnt föður sínum þess að leita til annarra kvenna. Pétur, faðir hans, vekur samúð lesandans í sorg sinni og einmanaleik, og ekki er laust við að Hallgrímur fari stundum í taug­ arnar á þessum lesanda þegar hann sýnir tilfinningum og aðstæð um föður síns lít inn skilning. Það gæti verið efni í langa ritgerð að gera samskiptum þeirra feðga í sögunni skil og þætti þeirra sam­ skipta í þróun persónu Hallgríms. Hér skal þó látið nægja að segja að sambandi þeirra sé lýst á nærfærinn hátt í sög­ unni. Hallgrímur er þrátt fyrir allt lát­ inn skynja sorg og söknuð Péturs og það er til hans sem Hallgrímur leitar eftir brottrekst urinn úr latínuskólanum: „Bara að hann gæti komið föður sínum til að brosa … Hann var þreyttur og hann lokaði augunum. Það færðist værð yfir hann. Svo sofnaði hann. Það var í fyrsta skipti sem hann svaf í nálægð föður síns í meira en hálft annað ár“ (372). Pétur er ekki hrifinn af bón Hall­ gríms um að fá að fara utan með þýska herskipinu sem liggur í fjarðarmynninu. Amma drengsins gegnir hér hlutverki Ásdísar, móður Grettis. Hún mælir þau örlagaríku orð að „Gegn útþrá far­ mannsins væri gagnslaust að berjast“,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.