Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 137
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2011 · 4 137
son úr Grettis sögu sem eins konar leið
arstef í þroska hans. Grettis sögu kynn
ist Hallgrímur hjá afa sínum í Gröf.
Hann er í fyrstu hræddur við Gretti, svo
hræddur „að hann þorði varla að horfa í
átt til eyjarinnar“ (bls. 19). Ekki bætir úr
skák þegar galsi hleypur í fólkið í bað
stofunni í Gröf við upplestur afa úr
Grettis sögu og vinnumaður reynir að fá
Hallgrím litla til að leika eftir bakklór
Grettis á föður sínum á afa: „Hallgrímur
skildi ekki hvers konar galsi var hlaup
inn í fullorðna fólkið. … Hann vildi
ekki vera eins og Grettir“ (31). Viðhorf
Hallgríms til Grettis breytist smám
saman eftir að hann er tekinn úr Gröf
og sendur til Hóla. Þá fer hann að líta á
Gretti sem eins konar fyrirmynd, þótt
höfundur slái stundum varnagla við því:
„Honum fannst hænsnin heldur
heimskuleg dýr og hugsaði til Grettis
sem þótti það lítið verk og löðurmann
legt að gæta heimagása föður síns. Hann
lét sér þó ekki detta í hug að fara að
dæmi óknyttastráksins og vinda háls á
kjúklingum …“ (135). Oftar mátar
strákur sig þó við hetjuna Gretti, eink
um með tilvísun í skáldskap: „Hallgrím
ur horfði út á fjörðinn. Það stóð skýja
strókur upp af Drangey. Það var líka
strókur í brjóstinu á honum. Hann lang
aði svo til þess að geta svarað með vísu
eins og Grettir hefði gert“ (bls. 77).
Annað dæmi tengist viðureign við ill
vígan geithafur sem stangar Hallgrím til
blóðs, og býður Heiða, leiksystir hans,
honum arminn „en hann gat ekki þegið
að láta stúlku styðja sig. Það hefði Grett
ir aldrei gert. Hann hefði frekar kastað
fram vísu“ (bls. 124). Loks má nefna
hugsanir stráksins meðan busavígslan
stóð yfir í skólanum: „Sjálfur lét hann
ekkert hljóð út fyrir sínar varir en hugs
aði til Grettis. Þegar Grettir var niður
lægður tók hann jafnan hraustlega á
móti … hann náði sér líka niðri á fjend
um sínum með því að yrkja um þá níð.“
Hallgrímur fer þarna að dæmi Grettis
og yrkir níðvísu um kvalara sína (bls.
331–332). Samanburðurinn við Gretti
kemur þó skýrast fram í lok sögunnar,
þótt allt sé þar með mildari og kristi
legri hætti en þegar Grettir hélt úr föð
urgarði. Grettir skildi við föður sinn
„með litlum kærleikum“ en móðir hans
gaf honum sverð að skilnaði, eins og
frægt hefur orðið.7 Samband þeirra
feðga, Péturs og Hallgríms, er oft stirt
eftir aðskilnaðinn við fjölskylduna í
Gröf, og einkum eftir móðurmissinn.
Hallgrím ur kennir föður sínum á vissan
hátt um andlát Solveigar, móður sinnar,
og getur ekki unnt föður sínum þess að
leita til annarra kvenna. Pétur, faðir
hans, vekur samúð lesandans í sorg
sinni og einmanaleik, og ekki er laust
við að Hallgrímur fari stundum í taug
arnar á þessum lesanda þegar hann
sýnir tilfinningum og aðstæð um föður
síns lít inn skilning. Það gæti verið efni í
langa ritgerð að gera samskiptum þeirra
feðga í sögunni skil og þætti þeirra sam
skipta í þróun persónu Hallgríms. Hér
skal þó látið nægja að segja að sambandi
þeirra sé lýst á nærfærinn hátt í sög
unni. Hallgrímur er þrátt fyrir allt lát
inn skynja sorg og söknuð Péturs og það
er til hans sem Hallgrímur leitar eftir
brottrekst urinn úr latínuskólanum:
„Bara að hann gæti komið föður sínum
til að brosa … Hann var þreyttur og
hann lokaði augunum. Það færðist værð
yfir hann. Svo sofnaði hann. Það var í
fyrsta skipti sem hann svaf í nálægð
föður síns í meira en hálft annað ár“
(372). Pétur er ekki hrifinn af bón Hall
gríms um að fá að fara utan með þýska
herskipinu sem liggur í fjarðarmynninu.
Amma drengsins gegnir hér hlutverki
Ásdísar, móður Grettis. Hún mælir þau
örlagaríku orð að „Gegn útþrá far
mannsins væri gagnslaust að berjast“,