Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 139
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2011 · 4 139
félags lýsingu, enda er hún byggð á
traustri heimildavinnu, góðu innsæi rit
höfundarins í tíðaranda aldarinnar og
oft og tíðum lipurlegri túlkun heimild
anna. Það verður enginn svikinn af
lestri þessarar heimilda skáldsögu.
Tilvísanir
1 Sjá Jón Samsonarson, „Ævisöguágrip
Hallgríms Péturssonar eftir Jón Halldórs
son“, Afmælisrit til dr. phil. Steingríms J.
Þorsteinssonar prófessors 2. júlí 1971, bls.
74–96. Reykjavík 1971.
2 Magnús Jónsson, Hallgrímur Pétursson. Æfi
hans og starf I–II. Reykjavík 1947; Margrét
Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn. List og
lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar.
Reykjavík 2005.
3 Barnsfæðingu hefur oft verið lýst sem
ferðalagi. Þetta má til dæmis sjá á heima
síðu Heilsugæslu höfuðborgar svæðisins,
http://www.heilsugaeslan.is/pages/773, þar
sem segir: „… og þá hefst ferðalag barnsins
niður fæðing arveginn“.
4 Í ævisöguágripi sr. Jóns Halldórssonar í
Hítardal segir um þetta mál: „Hallgrymur
komst i ölempe fyrer kved skap edur ann
ann þesshättar ungiædisskap vid fyrer
kvenn folk a Hölum. eg meina ä seinustu
ärum Halldoru Gudbrandzdottur …“ (sjá
Jón Samsonarson, sama rit, bls. 84–85).
5 Lesa má formála Arngríms fyrir útgáfunni
1599 á www.bækur.is (Soliloqvia de pas-
sione IESV Christi).
6 Arne Møller, Hallgrímur Péturssons Pas-
sionssalmer. En studie over islandsk salme-
digtning fra det 16. og 17. aarhundrede.
Kaupmannahöfn 1922.
7 Sjá Íslenzk fornrit VII, bls. 49–50. Reykja
vík 1936.
8 Jón Halldórsson, Skólameistarar í Skálholti
eptir séra Jón prófast Halldórsson í Hítardal
og Skólameistarar á Hólum eptir séra Vigfús
prófast Jónsson í Hítardal. Sögurit XV.
Reykjavík 1916–1918, bls. 53. Þess má geta
hér að Guðbrandur Hólabiskup var um
tíma skólameistari í Skálholti.
Vésteinn Ólason
Hellisbúar á
upplýsingaröld
Ófeigur Sigurðsson: Skáldsaga um JÓN &
hans rituðu bréf til barnshafandi konu
sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur
& undirbjó komu hennar & nýrra
tíma. Mál og menning, 2010.
Þessi skáldsaga fjallar um eldklerkinn
svonefnda, séra Jón Steingrímsson, sem
uppi var frá 1728 til 1791. Sagan er sögð í
bréfum sem hann er látinn skrifa Þór
unni konu sinni veturinn 1755 til 1756
þegar hann dvaldist að Hellum og raunar
í helli í Mýrdal en hún barnshafandi
norður í Skagafirði. Jón fór suður um
haustið ásamt Þorsteini bróður sínum og
ætlaði að fá Þórunni til sín næsta sumar
eins og raun varð á. Frá þessari dvöl segir
Jón á svo sem fimm blaðsíðum í sjálfs
ævisögu sinni. Nútímamönnum mundi
ekki þykja fýsilegt að eiga í miðju Kötlu
gosi vetrardvöl í helli í Mýrdal, þótt þiljað
væri fyrir opið, en um dvölina segir Jón
sjálfur: „vorum við þar bræður báðir um
veturinn og áttum þar það bezta og
rólegasta líf“ (Jón Steingrímsson, Æfi-
sagan og önnur rit. Kristján Albertsson
bjó til prentunar. Reykjavík 1973, bls.
127). Líklega þekkjum við engan Íslend
ing fyrir daga Jóns Steingrímssonar eins
vel og hann. Svo er sjálfsævisögu hans og
öðrum ritum fyrir að þakka. Ófeigur Sig
urðsson hefur því úr miklum efnivið að
moða þegar hann tekur að semja skáld
sögu sína, sem er auðvitað bæði kostur
og galli fyrir hann. Kostirnir eru augljós
ir, en vandinn er að vinna þannig úr efn
inu að sá lesandi geti fellt sig við sem
þekkir eða leggur á sig að kynna sér
heimildirnar en hinum sé ekki ofboðið.