Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2011 · 4 Erna Erlingsdóttir „… að raða heimsmyndinni saman …“ Kristín Steinsdóttir: Ljósa. Mál og menn­ ing, Reykjavík, 2010.1 Á saurblöðunum í Ljósu eru ýmiss konar línur þvers og kruss og saman­ flæktar. Þetta óreglulega munstur er fatasnið en fólki sem er óvant sauma­ skap gæti reynst þrautin þyngri að leysa úr flækjunni því á sníðaörkum tíðkast að nýta plássið og hafa útlínur fyrir mis­ munandi parta í einni bendu. Þótt ólík­ ar gerðir af línum séu notaðar eru mörkin milli þeirra ekki endilega aug­ ljós. Á leiðinni frá sníðaörk til fullgerðr­ ar flíkur getur síðan ýmislegt farið úrskeiðis, jafnvel hjá þrautþjálfuðum. Fyrst þarf að finna réttu línurnar á sníðaörkinni, ná forminu óbrengluðu, yfirfæra það á annað efni. Þegar búið er að sníða kemur að því að sauma bútana saman á réttan hátt og loks að ganga frá þeim, m.a. falda jaðra eða gera aðrar ráðstafanir svo að efnið rakni ekki upp. Ljósu, aðalpersónunni í samnefndri skáldsögu Kristínar Steinsdóttur, geng­ ur misvel að sníða eigið líf og „raða heimsmyndinni saman“ (24). Hún er fær saumakona þegar heilsan er í lagi en í veikindum hennar raknar tilveran upp, hún missir tökin á saumaskapnum og ýmsu öðru, til dæmis gerir hún sér ekki grein fyrir því að foreldrar hennar eru dánir og undir lokin finnst henni jafn­ vel að „veggirnir færist til og húsgögnin líka“ (198). Tími og rúm fara á flot. 1 Blaðsíðunúmer innan sviga vísa til kilju­ útgáfunnar frá 2011. Það er eftirtektarvert hversu marg­ breytileg rými verða til í frásögninni. Um alla bók eru markalínur af ýmsu tagi ýmist dregnar upp eða þurrkaðar út. Sum rýmin sem myndast við það eru hefðbundin og áþreifanleg. Ljósa reynir oft að staðsetja sig í heiminum, t.d. er húsum gjarnan lýst og hún skilgreinir stað sinn í þeim auk þess sem hún á sér uppáhaldsstaði úti í náttúrunni. Þegar hún flytur með eiginmanni sínum burt af æskuheimilinu leitar hún að nýjum samastað í nágrenninu en gengur það illa: Lét augun líða eftir hlíðinni, leitaði að fossi eða hvammi sem gæti orðið minn. Hlustaði eftir sjávarnið en heyrði bara brimhljóðið í eigin höfði. Jökullinn var allt öðruvísi hér en heima. Horfði á húsið sem kúrði á miðju túni og minnti mest á líkkistu. (109) Samhengið sem Ljósa sér milli hússins og líkkistu er til marks um að rýmis­ skynjun hennar er ekki bara hlutlæg heldur líka huglæg og það kemur fram í mörgum öðrum atriðum. Í bernsku ein­ blínir hún gjarnan langt í burtu í von um að sjá fleira en hversdagsleikann, reynir t.d. að „koma auga á seglin á franskri skútu“ (19) en hún lítur ekki síður út fyrir áþreifanlega heiminn og gerir ráð fyrir öðrum víddum. Ljósa trúir á huldufólk og er skýjaglópur í orðsins fyllstu merkingu því hún telur sig oft sjá fólk þegar hún starir upp í himininn. Og þegar hún leikur á orgel­ harmóníum fyrsta sinni hverfur hún líka yfir í annan heim: Ég settist á stólinn, lagði hendurnar á nótnaborðið og byrjaði að stíga fótstigin. Þá heyrðust þessir undursamlegu tónar, bæði háir og lágir. Á samri stundu hvarf litla stofan en ég sat í ljósheimum. (58)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.