Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 145
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 145 Vigfús veðjaði á rangan hest.“ (133) Þegar á líður gerir hún sér aftur á móti sífellt verri grein fyrir því af hverju fólk bregst illa við henni eins og kemur m.a. fram í þessum hugsunum hennar: „Fólk er alltaf að leggja stein í götu mína og skilningsleysið er algert.“ (223) Þótt ýmsir reyni að útskýra ástandið fyrir henni ber það takmarkaðan árang­ ur en lesendur hafa betri yfirsýn um samhengi hlutanna. – Það eru augun, elskan mín, sagði hún á leiðinni yfir túnið. Fólk er hrætt við augun í þér í köstunum. Og svo skelfirðu náttúrlega alla með látunum. Þarftu að vera svona hávær, blessuð mín? (199) Til viðbótar við viðbrögð annarra sem miðlað er gegnum Ljósu er fyrstu pers­ ónu frásögnin öðru hverju brotin upp með hugsunum elstu dótturinnar, Katr­ ínar. Þessi breyting á sjónarhorninu er óvenju vel heppnuð. Þar skiptir máli að farið er sparlega með hana og tímasetn­ ingin á fyrsta bútnum af þessu tagi um miðja bók er fullkomin: einmitt vegna þess að sjónarhornið hefur verið hjá Ljósu fram að því verður þetta uppbrot frásagnarinnar óvænt og áhrifameira en ella. Lesendur hafa fylgst með sívaxandi kvíða og vanlíðan Ljósu en gera sér vart fulla grein fyrir því fyrr en sjónarhornið breytist hvernig komið er fyrir henni. Þér finnst mamma vera margar konur og þykir vænt um þær allar. Samt er mamma sem átti heima í höllinni hjá afa og ömmu í mestu uppáhaldi. Hún söng og spilaði, gerði að gamni sínu og var sjaldan leið. Þú saknar hennar. (119) Tvísæið sem einkennir frásagnarað­ ferðina er sérstaklega viðeigandi því að veikindi Ljósu virðast vera geðhvarfa­ sýki, sjúkdómur sem beinlínis einkenn­ ist af sveiflum milli tvenns konar öfga. En tvöfeldnin birtist á ýmsum öðrum sviðum bókarinnar, ekki síst í mynd­ málinu. Út um alla bók er t.d. sagt frá fuglum. Oft lítur Ljósa á þá sem tákn um gleði og frelsi en þeir eru líka notað­ ir sem tákn fyrir skuggahliðina því Ljósa líkir kvíða sínum og veikindum ítrekað við það að fugl sé fastur í hálsin­ um á henni eða liggi ofan á henni og sé að kæfa hana. Fuglinn er órjúfanlegur hluti af lífi hennar frá barnæsku og hún spyr í forundran: „Af hverju fór hann að þrengja sér upp um hálsinn á mér? Reyna að kæfa mig. Varna mér svefns um nætur. Leggjast ofan á mig og kremja. Rugla tilveruna og mig sjálfa.“ (7) Enn eitt dæmi um tvöfeldni í frá­ sögninni er að upphafs­ og lokakaflinn geyma sama textann. Í fyrra skiptið vekur kaflinn grunsemdir og spurning­ ar. Af hverju er hurðin í herberginu sem lýst er t.d. snerilslaus að innan? Þegar aftur er komið að sama texta í lokin hafa fengist auknar forsendur til að leggja mat á aðstæður. Söguheiminum er þó ekki lokað og læst. Mátulega margt er skilið eftir ósagt til að sagan geti lifað áfram með lesendum sem eru þar að auki svo heppnir að mega lesa bókina aftur og aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.