Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 4
4 TMM 2016 · 1 Guðrún Nordal Veisla í farangrinum 1 Á sama tíma og ég skrifa þessa hugleiðingu við ysta haf verða til um víða veröld milljónir texta á öllum heimsins tungumálum sem raðast inn á vefinn. Mannkynið hefur aldrei skrifað eins mikið og einmitt nú. Þessi ofgnótt rafrænna texta, sem við tökum öll þátt í að búa til, veldur því að við gefum fortíðinni og textum hennar æ minni gaum. Erum uppteknari af stundlegum vangaveltum samfélagsmiðlanna en því að lesa eldri texta, gamlar bækur frá fyrri öldum, skáldsögur og ljóðabækur frá síðustu öld eða jafnvel síðustu jólum. Fyrir vikið er hætta á því að tengslin við auðlegð og reynslu liðins tíma rofni, og um leið gæti slaknað á viðspyrnunni sem djúp- stæður sögulegur skilningur veitir gagnvart vandamálum og áskorunum tuttugustu og fyrstu aldarinnar – þó að við kærum okkur kannski ekki um það. Þegar ég hugsa um allt það ritaða mál á íslensku sem við eigum í handrað- anum, í skjölum, handritum og prentuðum bókum sem fylla heimili og söfn, koma tvær myndir upp í hugann: verða þessir textar lík í lestinni, íþyngjandi yfirvigt á ferðalaginu inn í óþekkta framtíð, eða stórkostleg veisla í farangr- inum?1 Verða handritin, skjölin, bækurnar, myndirnar og upptökurnar lagðar í súr og gerður úr þeim ólystilegur súrmatur, eða munum við geta dúkað borð hvenær sem er, safnað fólki saman og notið úrvalsins af gnægta- borði menningarinnar? Getum við áfram á komandi tímum hlustað á raddir aldanna og horft á gamlar myndir okkur til skemmtunar eða höldum við til móts við nýja tíma án veganestis? Íslenskan er ósýnilegi töfraþráðurinn í íslenskri sögu sem tengir hugsanir frá elstu tíð og vangaveltur okkar sjálfra; sömu orðin enduróma í alls konar samhengi, um leið og málið endurnýjar sig sífellt. Vissulega hefur íslenskan breyst á þeim ellefu öldum sem liðnar eru frá landnámi. Við myndum ekki skilja hjónin Ingólf Arnarson og Hallveigu Fróðadóttur ef við mættum þeim á skemmtigöngu í Aðalstrætinu. Sérhljóðin hafa breyst svo mikið að torvelt væri að fanga orðin af munni þeirra, sem mörg geyma líka aðra merkingu en á landnámstíma. Þegar Ísland var að byggjast heyrðust örugglega fleiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.