Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 9
Ve i s l a í fa r a n g r i n u m TMM 2016 · 1 9 býr í öllum íslenskum handritum, sem varðveitt eru hér heima og í erlendum söfnum, hefur orðið enn dýrmætari við að komast í snertingu við æ fleiri lesendur um allan heim. Alþjóðavæðingin hefur sprengt landamæri og nú erum við í jafngóðu samstarfi við kollega í Ástralíu og þann sem situr í næsta herbergi. Margir verða hissa að heyra að íslenska (forníslenska og/ eða nútímaíslenska) sé kennd við um eitt hundrað háskóla í heiminum og í nær öllum heimsálfum. Úr þeim frjóa jarðvegi vaxa nýir sprotar, nýir menn- ingarsendiherrar setja íslenskar bókmenntir og menningu í alveg ferskt samhengi og verða ómetanlegir þýðendur íslenskra bókmennta. Á hverju ári koma tugir erlendra stúdenta til Íslands að læra íslensku og meistaranemar koma í ársdvöl til að leggja stund á íslensk miðaldafræði í námi sem rekið hefur verið í samvinnu Háskóla Íslands og Árnastofnunar í nær tíu ár. Og á hverju sumri er haldinn fjölmennur alþjóðlegur sumarskóli í hand- ritafræðum í samvinnu Árnastofnana í Reykjavík og Kaupmannahöfn og Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns. Hvernig höfum við brugðist við þessum mikla áhuga á menningu okkar litla lands og þeim tækifærum sem í honum felast? Ég hef verið mjög hugsi yfir hörðum veruleika fjármögnunarinnar. Sá skortur á framtíðarsýn stjórnvalda hvað varðar ríkulegar menningarlegar auðlindir þjóðarinnar einskorðast þó alls ekki við árin eftir Hrun. Alþingi samþykkti þingsályktun um metnaðarfulla menningarstefnu árið 20137 og auk þess þingsályktun um varðveislu menningararfleifðar á stafrænu formi árið 20148 – en það bólar enn ekki á að unnin sé kostnaðargreind aðgerðaáætlun í tengslum við lang- tímastefnu eins og gert var í tilviki vísinda- og nýsköpunarstefnu.9 Skráning handritasafns Árna Magnússonar á heimslista UNESCO um Minni heimsins árið 2009 hnykkti á mikilvægi þess í alþjóðlegu samhengi og lagði þá ljúfu skyldu á herðar Íslendinga að miðla því til alls heimsins, m.a. með því að nota stafræna tækni. Í rökstuðningi UNESCO var listrænt gildi Íslendingasagnanna nefnt sérstaklega og þýðingar sagnanna á öll heimsins tungumál. Tilnefningin kom á tímum mikils niðurskurðar í opinberum fjárveitingum en sjö árum síðar veldur fjárskortur því að enn hefur ekki verið brugðist við þeirri viðurkenningu og hvatningu sem í tilnefningunni felst. Ekki liggur fyrir tímasett áætlun um það hvernig fjármagna skuli stafvæðingu handritasafns Árna Magnússonar svo að það verði aðgengilegt fyrir fólk hvar sem er í heiminum. Þegar Íslendingar tóku við handritunum úr hendi Dana fyrir fjörutíu og fimm árum var ekki gert ráð fyrir forvörslu- og viðgerðaverkstæði í Árnagarði þar sem þeim var búinn staður. Þá sá fólk heldur ekki fyrir að til Reykjavíkur kæmu á hverju ári tugir þúsunda ferðalanga sem vildu sjá helstu þjóðargersemar okkar á sýningu. Það voru aðrir tímar. En jafnvel þó að við leggjum stafrænar myndir af öllum handritunum út á netið, kemur engin mynd í staðinn fyrir þá einstöku upplifun að sjá frumhandritið sjálft frá þrettándu öld. Póstkort af Mónu Lísu kemur ekki í stað heimsóknar á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.