Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 10
G u ð r ú n N o r d a l 10 TMM 2016 · 1 Louvre. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig yrði okkur við ef við kæmum til Aþenu og fengjum ekki að sjá Akrópólis? Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rann- sóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar loks var auglýst samkeppni um hönnun slíks húss árið 2008. Framkvæmdir hafa því miður dregist úr hömlu. Tapaður tími er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu, því að byggingin á Melunum verður sannkölluð aflstöð rannsókna, kennslu og miðlunar – og miðstöð íslenskunnar í heiminum. Sá vöxtur sem hefur hlaupið í skrif um allan heim og þar með í þau gögn sem lenda loks í skjala-, bréfa- og handritasöfnum leggur auðvitað ákveðinn vanda á herðar allra þjóða. Eldri gögn og handrit fóru í gegnum hreinsunareld tímans og harðan dóm aldanna, svo að handritum fækkar mjög eftir því sem nær dregur landnámi en þegar skjalasöfn urðu til á nítjándu öld hófst skipulögð söfnun skjala og handrita. Nú flæða gögn og bækur inn í öll söfn. Aldrei verður hægt að sinna öllum verkefnum jafn vel og því er eðlilegt að spyrja um forgangsröðun þegar fé er takmarkað. Hvernig tryggjum við örugga skráningu, varðveislu og aðgengi? Hvernig tryggjum við stafvæðingu handrita, en einnig að gögn á netinu verði ekki smátt og smátt að rusli vegna þess að við getum ekki hlúð að þeim og uppfært reglulega? Hvernig tryggjum við rannsóknir sem eru forsenda endurmats og nýsköpunar þekkingar um sögu okkar og menningu? Tækninýjungar opna svo sannarlega alls konar spennandi möguleika en þær kosta líka mikið fé. Og ekki viljum við skilja eftir okkur stafræna ruslahauga eða óvirk gögn í undirdjúpum netsins, eins og gerst hefur með plastúrganginn ógurlega í hafinu, heldur verða gögnin að vera lifandi og raunverulegur aflvaki rann- sókna og nýsköpunar í samfélaginu. Á síðustu árum hafa alls kyns rafræn gögn (big data) orðið áhrifamesta hreyfiafl samfélagsbreytinga. Gagnavæðingin hefur umbylt rannsóknum, greiningum, verðmætasköpun, neyslu og hegðun manna, og ljóst að allt menningar- og rannsóknarstarf mun breytast hratt og margvísleg gögn, sem áður voru lítils metin, fá nýtt hlutverk í samfélaginu. Þannig mun verða um þau handrit og skjöl sem eru í íslenskum söfnum. Við sjáum tækifærin einfaldlega ekki fyrir. Nú þegar hafa opnast gríðarlegir möguleikar í mál- tækni, sem umbylta ekki aðeins kennslu og rannsóknum á tungumálinu og notkun þess í hinu tæknivædda samfélagi nútímans, heldur rannsóknum á handritum og skjölum og hvernig hægt er að nýta allt það efni í nýju sam- hengi. Tæknin leyfir okkur að tengja upplýsingar saman á margvíslega vegu sem ekki var hægt að hugsa sér fyrir aðeins nokkrum árum. Rafrænar brýr eru lagðar milli nútímamáls og fornmáls, milli örnefna og þjóðsagna, milli korta og texta, upptöku og myndar, milli ólíkra tungumála, osfrv. Rann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.