Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 21
É g g æ t i a l d r e i va l i ð e i t t o r ð TMM 2016 · 1 21 með popp í bréfpoka, en það var sjaldgæft og hefur ekki tekið sér bólfestu í minninu. Löngu seinna fóru bíómyndir að hafa áhrif á mig sem skapandi höfund. Hvernig lýsirðu þeim áhrifum? Ég áttaði mig betur á þeim eftir á, hvað varðaði byggingu og frásagnar- máta, það voru ekki beinlínis meðvituð áhrif. Ég hreifst til að mynda mjög af David Lynch og myndum hans á sama tímabili og ég uppgötvaði möguleika í samspili fegurðar og óhugnaðar, rétt eftir tvítugt, en um sama leyti kynntist ég súrrealisma í gegnum skáldin í Medúsuhópnum. Viltu segja mér frá þeim kynnum? Ég kynntist Medúsuhópnum gegnum Sigurjón, Sjón, haustið 1985 en leiðir okkar lágu saman í nokkur ár. Hópurinn var þá að umbreytast og Smekk leysa að verða til, hljómsveitin Kukl í fullum gangi sem Einar Melax og Þór Eldon úr Medúsuhópnum tóku þátt í. Ég upplifði því ekki starfsemi Medúsuhópsins upp úr 1980 þegar hún var í hámarki heldur einstaklings- bundna útgáfu á vegum Sjóns, Þórs og fleiri auk Smekkleysuútgáfunnar árin á eftir. Líklega hefur fátt haft jafn mikil áhrif á mig sem skapandi einstakling og að kynnast Sjón og vinum hans á þessum tíma. Vinnuaðferðir súrrealista, trúin á mátt draumsins, tilviljunarinnar og undirmeðvitundarinnar hafa markað mína sköpun alla tíð síðan. Það var alveg nýtt fyrir mig að kynnast fólki sem svo óhikað trúði á mátt skáldskapar og listar, sem gaf listsköpun algjöran forgang, sem ætlaði sér ekki annað en að helga líf sitt skáldskapnum og þessi afstaða var mér mikill innblástur. Skyndilega var sjálfsagt að skapa, skrifa, að finna innri rödd farveg. Kynni mín af hópnum voru því í alla staði frábær og mér mikill innblástur og stuðningur. *** Viltu segja mér frá skólagöngunni eftir stúdentspróf? Já, þá fór ég til Frakklands að læra frönsku í Aix en Provence, dvaldi einn vetur í námi fyrir útlendinga og við undirbúning undir franskan háskóla, þangað fór ég svo að læra það sem var kallað „Arts Plastiques“. Sú deild var ansi fjölmenn og litla einstaklingskennslu að fá, ég fann mig ekki í náminu, kom heim, vann í eitt ár og fór síðan í Myndlista- og handíðaskólann og útskrifast þaðan úr Nýlistadeildinni árið 1989. Þaðan lá leiðin í tveggja ára framhaldsnám í myndlist við Jan van Eyck-akademíuna í Maastricht í Hol- landi. Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Barn. Eins og flestum? Mér fannst erfitt að vera unglingur af því ég var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.