Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 27
É g g æ t i a l d r e i va l i ð e i t t o r ð TMM 2016 · 1 27 samtímans. Þetta handrit dagaði uppi, en á sama tíma vorum við að reyna að eignast seinna barnið og það gekk ekki vel. Síðan fæddist litla 2003 og þegar maður er með tvö börn og þarf að vinna fyrir sér með öðru verður ekki endilega mikill tími eftir til að skrifa. Tíminn er meiri þegar börnin verða eldri. Fyrsta hugmyndin sem ég fékk að Landslaginu sneri að tengslum listar og samfélags: hvernig heimsmynd samfélags megi lesa úr landslagsmál- verkum listamanna, en hana sjáum við vel ef við skoðum íslenska listasögu og tengsl hennar við sögu landsins. Áður fyrr vildu menn sýna búsældina en síðar var það auðnin. Svo kemur málverkafölsunarmálið við sögu, þetta stóra fölsunarmál í litlu landi. Mig langaði til þess að skrifa um hvernig listirnar gefa lífinu gildi á ólíkan hátt í lífi fólks. Mig langaði að skapa sögu- persónu sem væri málamiðlari. Fólk á Íslandi hefur yfirleitt ekki haft mikla hæfileika til málamiðlunar en á bakvið hverja uppreisn liggja margar mála- miðlanir – það er fátt hægt að gera án þess að miðla málum. Aðalpersónan miðlar málum í sínu persónulega lífi en í listinni eru engar málamiðlanir mögulegar. Svo kom hin yndislega Bónusstelpa út árið 2011, bók sem hrífur unga og aldna. Þar plantarðu listinni upp við afgreiðslukassa í Bónusverslun – mjög skemmtileg saga. Takk fyrir góð orð í hennar garð. Ég fékk hugmyndina fyrir hrun, í miðju góðærinu, þegar maður vissi að það voru svo ótal margir á Íslandi sem höfðu það ekki gott. Allir áttu að hafa það gott – það var auðvitað ekki þannig. Þegar ég svo loks skrifaði söguna þá var það á eftirhrunsárunum og hún litast af því. Þetta er mjög einföld saga um hve það er mikilvægt að láta ekki aðra segja sér hver maður er. Bónusstelpan er ung og leitandi. Hún lendir í því að njóta skyndilegrar og sérkennilegrar alþýðuhylli sem hún hefur ekki beðið um. Hún getur gengið í ákveðið hlutverk sem aðrir búa henni til, eins og listamenn geta oft gert, en hún hefur vit á því að standa með sjálfri sér og fara eigin leið. Ákveðið mótvægi við stelpuna er kunningi hennar sem telur sjálfan sig búa yfir einstökum og jafnframt ósýnilegum hæfileikum. Bónusbúðirnar og eigendur þeirra áttu og eiga sér auðvitað sérstaka sögu hér á landi. Ég skrifaði söguna um Bónusbúðina mína í Hafnarfirði og átti í miklu og skemmtilegu sambandi við hana á meðan á skrifunum stóð. Til dæmis var eitt sinn hringt í mig úr þessari búð, en þá hafði einhver alnafna mín týnt veskinu sínu í búðinni. Þetta er eina skiptið sem hringt hefur verið persónulega í mig úr einhverri búð, alla mína tíð. Í annað skipti missti ég sjálf símann minn á bílastæðinu, og sá sem fann hann var búsettur í hverfi sem ég hafði eiginlega skáldað upp í sögunni, útlendingur sem bjó í atvinnu- húsnæði í grenndinni. Ég skrifaði atvikið inn í söguna, en svona rennur skáldskapurinn og lífið skemmtilega saman, eftir að ég sótti símann minn til hans sá ég að hverfið sem ég hafði ímyndað mér var til í raun, sérkennileg blanda smáfyrirtækja og búsetu fólks af ýmsum uppruna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.