Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 30
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 30 TMM 2016 · 1 Þá fór ég að kynna mér myndlistarmenn sem unnu með texta eins og ég sjálf gerði innan myndlistar í um áratug. Það voru til dæmis Jenny Holzer og Barbara Kruger í Bandaríkjunum, Lawrence Weiner, Joseph Kosuth, Richard Prince, Ilya Kabakov, allt listamenn sem unnu á ólíkan hátt með orð, tungu- mál og texta innan ramma myndlistar. Á þessum árum uppgötvaði ég líka belgíska listamanninn Marcel Broodthaers en í honum kom margt saman sem ég heillaðist af, rómantík nítjándu aldarinnar, áhrif frá súrrealisma og dada og hugmyndalist tuttugustu aldarinnar. Í skólanum í Hollandi og á tíunda áratugnum skoðaði ég mikið og velti fyrir mér sjónrænum mögu- leikum tungumálsins og setti fram textaverk á margvíslegan hátt. Þá las ég dálítið eftir Roland Barthes og fleiri franska fræðimenn og heimspekinga, eftir Juliu Kristevu og Susan Sontag og fleiri. Ég myndi þó ekki endilega nefna listamenn sem voru efst á baugi á þessum árum sem mína helstu áhrifavalda í dag, heldur myndi ég telja upp langan lista af rithöfundum. Í dag er ég til dæmis spennt fyrir Kate Atkinsson, hún er fjölhæfur höfundur sem tengist sterkt sínum samtíma, hristir upp í forminu en skrifar líka spennusögur. Og svo mætti nefna fleiri og fleiri. Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver er mun­ ur inn á stöðu karl­ og kvenhöfunda? Já, munurinn liggur strax í uppeldisaðferðunum sem viðhafðar eru og í öllum þeim almennu gildum sem samfélagið hefur komið sér saman um að einkenni konur. Þær væntingar sem samfélagið gerir til kvenna valda því kannski að þær skrifa á annan hátt en væru þær karlar og hefðu alist upp við kröfur sem gerðar eru til drengja. Mýtan um karlkynssnillinginn lifir enn góðu lífi. Hefurðu orðið vör við að hægst hafi á endurnýjuninni í rithöfundastétt? Geturðu ímyndað þér hvað valdi? Mér finnst koma fram á ári hverju nýir og áhugaverðir höfundar, ljóðskáld og skáldsagnahöfundar, en ég hef ekki áttað mig á því hvort þeir sem koma fram á sjónarsviðið nú séu fleiri eða færri en fyrir tíu árum. En ástandið á útgáfumarkaði og sú staðreynd að forlög leggja upp laupana hlýtur að hafa áhrif á möguleika yngri höfunda. Á móti koma þættir á borð við rit- listardeildina í Háskóla Íslands sem hvetja og hlúa að nýjum höfundum. Hver er annars staða íslenskra bókmennta í dag? Þegar er talað um stöðu bókmennta þá er oft sagt að staðan sé góð af því íslenskir höfundar eru þýddir á mörg tungumál. Ég held að staðan sé góð á meðan íslenskir höfundar takast á við samtíma sinn og sögu á einhvern máta sem skiptir okkur hér máli sem manneskjur. Mér finnst mikilvægt að höfundar skrifi fyrir sitt eigið samfélag og móti það og skapi um leið. Það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.