Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 34
J ó n Ó l a f s s o n 34 TMM 2016 · 1 og valdníðslu. Þeir eru spilltir persónulega – eða hugsanlega veikgeðja – þar sem þeir vita hvað rétt er að gera (hver einasti heilvita maður veit það) en gera það ekki. Þeir hafa völd, en þó má lýsa valbeitingu þeirra sem valdaráni, því þeir taka ekki mið af því sem þeir eiga að þjóna, vilja, hagsmunum og ákvörðunum almennings. Þetta virðist kjarninn í viðhorfinu sem skáldið lýsir í grein sinni.6 Það er alltaf einhver sem hefur völdin Það er mikilvægt, þegar reynt er að greina spillingu, að gera greinarmun á spillingu í stjórnmálum og spillingu í stjórnsýslu þó að þetta tvennt sé auðvitað nátengt. Hér beini ég athyglinni að spillingu og meintri spillingu stjórnmálamanna og væntingum til stjórnmálamanna. Siðaboðskapur eins og sá sem ég hef lýst á rætur í hugmyndum um samstöðu og vilja fólksins sem nærtækast er að kenna við popúlisma. Popúlistinn hneigist til að skipta heiminum í tvennt, þar sem öðrum megin situr hin spillta valdastétt, elítan, eða „stjórnmálastéttin“; hinum megin fólkið eða almenningur. Hin einfaldaða mynd gerir ráð fyrir því að stjórnmálastéttin hafi í grunninn sameiginlega hagsmuni og að þeir séu iðulega andstæðir eða á skjön við hagsmuni almennings. Stjórnmálastéttin er samkvæmt þessu sá hópur sem fer með völdin og leggur sig fyrst og fremst fram um að halda þeim og auka þau. Almannagæði eða samfélagslegir hagsmunir verða þá aukaatriði. Árin sjö sem liðin eru frá hruni hafa einkennst af mikilli og almennri tortryggni gagnvart stjórnmálamönnum og óþoli þar sem tilhneigingin hefur verið í anda popúlismans að upphefja þá (með miklum stuðningi í kosningum) eða afskrifa þá – eða upphefja þá fyrst og afskrifa þá svo. 2009 voru það vinstri flokkarnir sem unnu stórsigur, 2013 unnu hægri flokkarnir stórsigur en vinstri flokkarnir töpuðu illa. Eins og staðan er núna virðast píratar ætla að vinna stórsigur 2017 og það er líklegt, vinni Píratar þann stór- sigur sem skoðanakannanir spá þeim nú, hitni undir þeim á sama hátt og hinum þegar þeir fara að stjórna landinu.7 Það sést best á því hvernig dregið hefur úr stuðningi við núverandi stjórnvöld samkvæmt skoðanakönnunum að fylgishrun byggist ekki endilega á vanefndum. Þvert á móti, fylgið getur líka hrunið vegna efnda sem falla í grýttan jarðveg þegar að þeim kemur, eða vekja gagnrýni. Um leið og ákveðinn hópur eða hreyfing er komin með völd má búast við því að gagnrýni aukist verulega og spurningar um ábyrgð verða áleitnari. Stjórnvöld sem eru of upptekin af því að móta stefnu sína í samræmi við meirihlutavilja hverju sinni eru alveg jafn líkleg til að afla sér óvildar og þau sem leiða þennan vilja hjá sér. Siðaboðskapurinn sem heldur á lofti hugsjón hins prinsippfasta og siðferðilega staðfasta stjórnmálamanns er villandi vegna þess að hann er byggður á þeirri ósögðu forsendu að hinn heiðarlegi stjórnmálamaður geti alltaf valið að „þjóna fólkinu“ – það er að segja valið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.