Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 35
S p i l l i n g í s t j ó r n m á l u m TMM 2016 · 1 35 þá kosti sem án vafa endurspegla velferð samfélagsins hverju sinni. En þessi mynd af hinum heiðarlega stjórnmálamanni er ekki gagnleg. Í fyrsta lagi standa allir stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri yfirborðsmótsögn að vilji og velferð fer ekki endilega saman – kjörinn fulltrúi verður að geta tekið ákvarðanir sem eru, á þeim tíma sem þær eru teknar, ekki í samræmi við „vilja“ almennings. Í öðru lagi hafa allir kjörnir fulltrúar völd og það þýðir að þeir hafa aðgang að úrræðum, gæðum, hlunnindum og aðstöðu sem aðrir hafa ekki og þurfa því að geta notað vald sitt án þess að misnota það (kjósi þeir að beita því ekki, er það út af fyrir sig ákveðin beiting valds – jafnvel misbeiting). Í þriðja lagi krefjast pólitísk markmið í fjölhyggjusamfélagi kænskuaðferða, bandalaga og leikfléttna sem eru bæði áhættusamar og ekki að öllu leyti gagnsæjar – bestu markmið geta afvegaleitt fólk – og í fjórða lagi eru stjórnmálamenn aldrei einir á báti. Þeir eru hluti af flóknum kerfum stjórnskipunar, stjórnsýslu og flokkakerfis og þess vegna veltur árangurinn sem þeir ná meðal annars á því hvernig þeim tekst að vinna með og nýta sér þessi kerfi, hvaða stöðu þeir ná innan þeirra og svo framvegis. Allt þetta verður að hafa í huga þegar reynt er að skilja spillingu í stjórnmálum og í hverju hættan á spillingu felst – og birtist. Að þjóna fólki eða spila á kerfi Gallinn við viðhorfið sem hér er kennt við popúlisma er sá að jafnvel þótt enginn vilji hafna þeirri kröfu um heilindi sem í honum birtist, afbakar hann ákveðin grunnhugtök pólitískrar umræðu. Eitt miðlægt hugtak stjórn- mála er einmitt spillingarhugtakið sjálft. Popúlískir gagnrýnendur stjórn- málanna hafa tilhneigingu til að teygja spillingarhugtakið yfir beitingu valds þegar valdbeitingin er, eða virðist vera, í ósamræmi við vilja almenn- ings. Gott dæmi er að finna í umræðum um afdrif stjórnarskrárfrumvarps Stjórnlagaráðs sem var afhent Alþingi sumarið 2011. Sumir gagnrýnendur stjórnvalda hafa haldið því fram að í meðferð Alþingis og flokkanna á frumvarpinu birtist spilling: Hagsmunir þeirra stríði gegn vilja þjóðarinnar og þeir svífist einskis að koma í veg fyrir framgang þeirra sjónarmiða um stjórnarskrá landsins sem skýr meirihluti sé fyrir meðal þjóðarinnar. Staðreyndirnar tali sínu máli: Fyrst hafi Stjórnlagaráðið (sem hvað sem ógildingu Hæstaréttar á kosningum til Stjórnlagaþings líði hafi haft umboð frá þjóðinni) lagt fram drög að stjórnarskrá sem þingið hálfpartinn hunsaði, næst hafi ýmsar ráðstafanir verið gerðar til að breyta drögunum í trássi við skýran vilja almennings, þá hafi farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla en niður- stöður hennar hafi engin áhrif haft á þingmenn og loks hafi þingið ákveðið að afgreiða málið alls ekki.8 Hér er dregin upp skýr mynd af stjórnmálaelítunni gegn fólkinu þar sem stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn misnota völd sín. Nú er spurningin sú hvort rétt sé að hér megi sjá dæmi um pólitíska spillingu eða ganga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.