Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 37
S p i l l i n g í s t j ó r n m á l u m TMM 2016 · 1 37 Spillingarhætta og eftirlit En ef við reynum að gera greinarmun á togstreitu og baráttu innan kerfis stjórnmálanna um völd og beitingu valda annars vegar, og einhverju sem við getum kallað spillingu hins vegar verðum við, að ég held, að gefa popúl- ismann upp á bátinn. Við verðum að ganga út frá því að hægt sé að meta framgöngu og frammistöðu kjörinna fulltrúa með tilliti til þess kerfis sem þeir eru hluti af. Auðvitað er kerfið sjálft ein tegund spillingarhættu. Kerfi sem er hannað með þeim hætti að það er annaðhvort mjög auðvelt, eða jafnvel mikilvægt, fyrir stjórnmálamenn að misbeita valdi sínu, mun óhjákvæmi lega stuðla að spillingu. Það má til dæmis sjá kjördæmaskiptingu og venjur sem orðið hafa til vegna hennar á Íslandi sem spillingarhættu. Smæð samfélagsins skapar líka hættu á spillingu sem mikilvægt er að almenningur sé sér meðvitaður um. Það getur verið mikilvægt fyrir stjórn- málamenn að hygla tilteknum aðilum til að auka líkur á endurkjöri. Það má að sjálfsögðu nefna margt fleira af þessu tagi. Eins birtist spillingarhætta í of miklu valdi flokkanna, þegar þeir geta leyft sér að slá skjaldborg um sitt fólk til að koma í veg fyrir eðlilegt mat á hæfi þess og gagnrýni á störf þess.9 Maður hefði haldið að mikið almennt vantraust á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum eftir hrun og gríðarlegar fylgissveiflur myndu leiða til þess að stjórnmálamenn tækju höndum saman um aðgerðir sem væru líklegar til að draga úr spillingarhættu og um leið gera fólki auðveldara að skilja verkefni stjórnmálamanna og sýna þeim traust. En þetta hefur ekki gerst nema að takmörkuðu leyti. Síðasta ríkisstjórn steig nokkur skref í þessa átt, m.a. með setningu siðareglna auk þess sem breytingar voru gerðar á stjórnsýslulögum.10 Á þessu kjörtímabili hefur ekki mikið gerst. Hags- munaskráningu þingmanna hefur að því er virðist ekki verið fylgt eftir, ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki á nokkurn hátt brugðist við eða tekið afstöðu til spillingarmála sem þó hafa verið mjög umtöluð í samfélaginu.11 Tilhneigingin hefur verið sú að breyta öllum spurningum um spillingu í eina spurningu um persónuleg heilindi og mannkosti einstakra stjórnmála- manna. Eins íronískt og það kann að virðast er sú aðferð einmitt í samræmi við nálgun popúlistans sem fordæmir stjórnmálastéttina á þeim forsendum að hún sé samsett úr „þöngulhausum og þrasgjörnum lyddum; mannleysum sem aldrei munu hæfar til annars en að vernda eigið skinn“ – svo aftur sé vitnað í Kristján Hreinsson. Gagnrýni á þing og ríkisstjórn, flokka og störf stjórnmálamanna þarf að vera fjölbreytt og til hvers einstaklings þarf að gera ríkar siðferðilegar kröfur. Meðferð Alþingis á stjórnarskrárdrögum Stjórnlagaráðs var hvorki virðingarverð né trúverðug. En hún var afleiðing kerfis frekar en pólitískrar spillingar. Það má setja málsmeðferðina í samhengi við meðferð margra annarra mála sem hafa misheppnast í þinginu. Einkenni þess kerfis sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.