Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 38
J ó n Ó l a f s s o n 38 TMM 2016 · 1 kemur í veg fyrir árangur og niðurstöður í stórum deilumálum er skortur á samráði. Stjórnarmeirihlutar gera tilraunir til að keyra mál í gegn án tillits til þeirra andstöðu sem þó er fyrirsjáanleg. Einstakir hópar á þingi geta leyft sér að stöðva mál og beita öllum brögðum til að koma í veg fyrir niðurstöður sem þó eru án nokkurs vafa í samræmi við vilja og væntingar almennings. Nýlega sat ég fyrir svörum á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um siðareglur þingmanna, en þings ályktunar- tillaga um þær er til meðferðar í þinginu.12 Einn þingmaður í nefndinni hélt mikla ræðu á þeim fundi um tilgangsleysi slíkra reglna og hélt því fram að allar reglur um framgöngu þingmanna aðrar en stjórnarskrá fælu í raun í sér stjórnarskrárbrot og því væri ekki bara tilgangslaust að setja siðareglur, heldur algjör misskilningur á starfi stjórnmálamanna. Nú er í sjálfu sér ekki annað að segja um það sjónarmið, að siðareglur þing manna séu stjórnarskrárbrot, en að það er augljóslega rangt. Reglur eða viðmið af því tagi geta aldrei falið í sér gild fyrirmæli sem stangast á við stjórnarskrá. Sjónarmið af þessu tagi er hins vegar aðeins eitt dæmi um tilraunir til hindra eðlilegt eftirlit með störfum kjörinna fulltrúa og hindra mögulega gagnrýni á þá. Það er eðlilegt að stjórnmálamenn beiti þeim aðferðum sem þeir hafa til að ná markmiðum sínum, en kerfið þarf að hanna þannig að þeim sé gert erfitt um vik að stytta sér leið að markinu. Siðareglur og aðrar leiðir almenningseftirlits eru mikilvæg ráð til að skerpa á takmörkunum valds og koma í veg fyrir að stjórnmálamenn geti alltaf haldið því fram að svo kölluð pólitísk ábyrgð þeirra veiti nægjanlegt aðhald. Við búum ekki við gerspillt kerfi hér á landi í dag, en við búum við kerfi sem gefur stjórnmálamönnum alltof mikil færi á að komast hjá því að mæta gagnrýni og eftirliti. Á meðan flokkarnir verja sitt fólk kemst það í rauninni upp með flest sem ekki er beinlínis refsivert. Þetta er mjög slæmt vegna þess að það viðheldur vantrausti á og efasemdum um stjórnmálin í heild sinni. Þó að við búum ekki við gerspillingu, vantar því miður enn mikið upp á að bæði Alþingi og Stjórnarráð hafi sýnt nauðsynlegan vilja til að virkja kerfin sem geta dregið úr spillingarhættum og þar með spillingu. Þetta hefur þá óheppilegu afleiðingu, sem pistill skáldsins er skýrt dæmi um, að jafnvel þótt gott, gáfað og víðsýnt fólk fari út í stjórnmál, verði þingmenn og ráðherrar, þá lítur það alltaf út fyrir að vera drýldnir og gerspilltir eiginhagsmunaseggir þegar horft er utan frá á starfsemi þings og helstu stjórnarstofnana sam- félagsins. Tilvísanir 1 Kristján Hreinsson, Samfélagssáttmáli. Stundin (vefútgáfa), 25. júní 2015. Aðgengilegt á http:// stund.in/PBw. 2 Sami staður. 3 Platon, Ríkið, ísl. þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1991, 347 a–c.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.