Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 62
62 TMM 2016 · 1 Ólafur Gunnarsson Skáldfífla hlutur (minningabók í smíðum) 1 Haustið 1983 barst mér bréf frá Steinari Sigurjónssyni. Honum hafði nýlega tæmst föðurarfur. Og nú hugðist Steinar umbylta tilveru sinni með afgerandi hætti: Hann ætlaði að nota arfinn til þess að læra á bíl og þegar hann væri kominn með bílpróf stóð til að koma til Danmerkur og kaupa sér bifreið og hjólhýsi, aftaní-vagninn átti helst að vera sem allra voldugastur og af vönduðustu gerð. Og þetta hjólhýsi vildi Steinar gera að heimili sínu, aka sem víðast um Evrópu með ritvélina tengda við rafgeymi bílsins og hefja nú nýtt blómaskeið í skáldskap. Mér var ætlað það hlutverk að hafa samband við flest þau fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem seldu slík hjólhýsi, fá hjá þeim brochure, katalóg, og senda Steinari sem um þessar mundir dvaldi í litlu herbergi á drykkjumannaheimilinu Víðinesi. Úr þessari prísund ætlaði hann að losna, Miðjarðarhafið beið! Grísku eyjarnar biðu! Steinar ætlaði á tind Ólympusfjalls og taka þar við logandi ódauðlegum skáldskap. Ég held það hafi ekki fyrirfundist það hjólhýsafirma í Danmörku sem ég ekki hafði samband við þetta haust enda dundu bæklingarnir inn um bréfalúguna hjá mér á Blåhusvej 53, hvert hjólhýsið var öðru álitlegra og ég sendi þessar upplýsingar reglulega til Steinars. Á þessu gengur um tveggja mánaða skeið en þegar nær líður jólum berst mér bréf með óvæntum tíðindum; Steinar hafði að vísu byrjað sitt nám að læra að aka bíl, en gengið brösuglega að meðhöndla kúplingu og önnur tæknileg atriði sem nauðsynlegt er að kunna skil á svo stjórna megi ökutæki, hann hafði gefist upp í sjötta tíma og þar með var það búið. Ég tók þessu svo sem engan veginn, maðurinn var orðinn hálfsextugur og það eru kunn sann- indi að eftir því sem líður á ævina því erfiðara verður slíkt nám, ég hélt að málinu væri lokið enda hafði ég um annað að hugsa, var að leggja lokahönd á stutta skáldsögu, Gaga, sem kom út vorið eftir. Eitt kvöld, það hlýtur að hafa verið í upphafi desember, hringir síminn. Það er Steinar. Hann hefur fengið nýja hugmynd og hún var svona: Hvað sem öðru leið átti ég að halda áfram að leita að hjólhýsinu því hann hugðist koma til Kaupmannahafnar og kaupa sér eitt slíkt og fara svo með það út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.