Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 63
S k á l d f í f l a h l u t u r TMM 2016 · 1 63 á þjóðveginn sem lá til Þýskalands, reka út puttann og fá að tengja aftan í fyrsta bílinn sem sýndi þá mildi að stoppa. Fá að vita hvert leið hans lægi, láta kylfu ráða kasti og halda á „vit ævintýranna“, og út í óvissuna eftir að hafa fengið að setja kló í innstungu þeirra ókunnugu svo rafmagn bærist í hjól- hýsið og hefjast handa við næsta skáldverk á meðan hann væri á þeysireið niður Evrópu, hengdur aftan í bíl einhverrar óviðkomandi manneskju sem kannski væri ökuníðingur. Ég get haldið aftur af bæði brosi og hlátri ef mér finnst eitthvað fyndið, en í þetta sinn, þegar svo mikið lá við að byrja ekki að hlæja í símann brustu allar varnir og vegna þess að ég vissi að ég mátti alls ekki hlæja því meira skemmt varð mér. Ég sá Steinar fyrir mér að djöflast á ritvélinni á meðan einhver brjálæðingur ók á 200 kílómetra hraða niður Þýskaland. Það var einungis með ofurmannlegum viljastyrk sem mér tókst að komast í gegnum samtalið. En vitaskuld heyrði Steinar hvernig var ástatt fyrir mér og það var upphafið á endalokum vináttu okkar. En hann spurði: Hvað sem öðru leið, mætti hann kannski hafa viðdvöl á heimili mínu á milli jóla og nýárs og eitthvað fram yfir áramótin á meðan hann fengi botn í hjólhýsa- kaupin og annan undirbúning sem því fylgdi að leggja í ferðalagið til Evrópu? Ég sagði það sjálfsagt. Hann sagðist þá koma, hefði bókað flugfar, væri væntanlegur á annan í jólum, seinnipartinn. Fátt er auðveldara en að verða sér úti um vínföng í Danmörku. Á annan í jólum gekk ég út í næstu matvöruverslun og keypti flösku af Dubonnet og eitthvað fleira áfengi til þess að geta tekið vel á móti Steinari. Ég átti von á honum um kvöldmatarleytið en vélin tafðist vegna veðurs svo það var ekki fyrr en langt gengið í tíu um kvöldið sem ég heyrði að bíll rann að húsinu, leigubílstjórinn hafði kveikt ljós til þess að geta tekið á móti greiðslunni, skáldið var í aftursætinu. Ég fór til dyra, í annarri hendi hélt Steinar á ritvélinni, hann var mjósleginn á vangann sem fyrr, kinnfiskasoginn undir rauðu hárinu, eilítið ellilegri en þegar við sáumst síðast. Í hinni hendinni hélt hann á ferðatösku. Ég hafði sett Megas á fóninn þegar ég heyrði til leigubílsins og nú fór ég aftur inn í stofu til þess að sækja Dubonnet í glas handa Steinari. Synir mínir Gunnar og Kjartan og kona mín Elsa fögnuðu komu skáldsins og hann var glaður að hitta þau. Strákarnir hlupu inn í stofu því Steinar sagðist vera með gjöf handa þeim í töskunni og þeir yrðu að setjast inn í sófa og halda fyrir bæði augun svo gjöfin kæmi þeim á óvart. Ég get enn séð hann fyrir mér þar sem hann stendur inni á parkettgólfinu, eldur er í arni, Megas bylur af plötuspilaranum, drengirnir bíða spenntir í sófanum og skáldið gengur inn í stofuna með hendurnar fyrir aftan bak og hefur nú upp yfir höfuðið sinnhvorn tveggja kílóa plastsekkinn fullan af marglitum spýtubrjóstsykrum, þenur nasavængina sem forðum og argar: – Ég er að koma úr hatrinu og kuldanum og viðbjóðnum heima á Íslandi og ég er ekki kominn til þess að hlusta á argið og sargið og gargið í honum Megasi!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.