Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 65
S k á l d f í f l a h l u t u r TMM 2016 · 1 65 rytjulegu salati, drengirnir fengu pylsur og franskar eins og þeir gátu í sig látið. Svo hvarf hann í bæinn, kom aftur um miðjar nætur af kránum. Þegar kom að gamlárskvöldi hafði Steinar drukkið út það sem nam ¾ af hjólhýsi. Þegar steikin hafði verið snædd og flugeldum skotið upp og nýju ári fagnað fórum við Steinar saman að húsvitja hjá dönskum kunningjum mínum í hverfinu. Ég man lítið frá þessari nýársnótt nema að það snjóaði mikið og að í einhverju húsinu sit ég í hálfmánalöguðum sófa með gráu áklæði og er að halda langa tölu á ensku fyrir framan fólk sem situr og hlustar. Ræðan er um Steinar. Einhver hafði viljað fá að vita frekari deili á þessu skáldi sem var gestur minn. Og samantektin hlýtur að hafa verið eitthvað á þessa leið. Þetta var fær rithöfundur en hann átti ekki almannahylli að fagna. Hann hafði verið lagður í einelti á Akranesi sem er lítill bær á Íslandi þar sem hann ólst upp og var kallaður Steinar köttur. Hann hafði fundið upp ný orð, þau voru að sönnu frumleg en um þau gilti það sama og um skáldskap hans. Þau fundu ekki náð fyrir eyrum almennings. Ég átti hér við „þars“, í staðinn fyrir: þar sem. Og „ans“, í staðinn fyrir: eins og. Skáldið, sagði ég, væri hálfgerður útigangsmaður, bækur hans seldust í afar litlum upplögum, jafnvel hjá slíkri bókmenntaþjóð sem Íslendingar væru. Hann væri olnbogabarn skáld- skaparins en þó snillingur á sína vísu. Eitt sinn hefði hann gengið um með járnbenta stresstösku. Þetta þótti sæta miklum tíðindum. En meiri tíðindum sætti það þegar hann tók upp silung úr töskunni og bað um pott svo hann gæti soðið silunginn. Þarna væri maður sem hefði helgað líf sitt skáld- skapnum en orðið utangarðs og ætti í raun og veru hvergi höfði sínu að halla. Væri til brjóstumkennanlegt skáld á Íslandi þá væri það þessi vinur minn. Ég finn á mér á meðan ég er að tala fjálglega að þó að flestir hlýði með eftirtekt á þessa ræðu að þá situr við hliðina á mér maður og hlustar líka og hefur orðið raun af ræðu minni. Ég lít mér til hægri handar og þar situr Steinar. – Hvað ert þú að gera hér? spyr ég. – Hlusta á það sem þú varst að segja, svarar hann. Undir morgun erum við á leið heim af síðasta viðkomustað næturinnar, snjókomuna hefur hert svo mjög að það er líkt og við förum um göng af kafaldi sem hvolfast yfir okkur. Og allt í einu veður Steinar með lúkuna upp í sig, rífur út úr sér góminn og grýtir honum inn í hríðina sem er svo þykk að hvergi grillir í hús né tré í garði. Daginn eftir förum við annan rúnt um hverfið og við hverjar dyr spurði Steinar með innfallna vanga: – Have you seen my teeth? En gómurinn fyrirfannst hvergi. Mér hafði ekki tekist að telja Steinar af því að fara þennan hring um hverfið þótt ég vissi að það væri með öllu von- laust að leitin hefði eitthvað upp á sig. Ég sá góminn hverfa í hríðina. Og nú var féð sem ætlað hafði verið til þess að kaupa húsbíl nánast upp- urið og viljinn til slíkra kaupa þrotinn líka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.