Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 68
68 TMM 2016 · 1 Haukur Ingvarsson Jaxl Pabbarnir eru farnir að koma með börnin. Það var helsta breytingin sem Unnur tók eftir við hrunið. Ekki bara þessir á reiðhjólunum með barna- stólana aftan á bögglaberunum heldur líka hinir, þessir sem hún hafði ekki séð nema út um gluggann og í gegnum bílrúðurnar. Áður hafði hún virt þá fyrir sér þar sem þeir sátu og töluðu í símann eða litu á klukkuna, biðu eftir að konurnar skiluðu börnunum af sér svo þeir gætu farið í vinnuna og sinnt sínu. Rauð ljós í myrkrinu, reykur úr pústinu og þeir voru horfnir. Nú koma þeir inn, standa með útiföt barnanna í höndunum og svipast ráðleysislega um, kannski eftir snögum til að hengja á eða einhverjum til að taka við og ganga frá. Þetta eru alls konar menn; sumir með ilmandi bringur undir fínum yfirhöfnum, aðrir með gerðarlegar hendur og verkfærabelti um sig miðja en flestir þeirra eru því sem næst sérkennalausir, í gallabuxum og vönduðum götuskóm, hálfsíðum frökkum og áferðarfallegum v-hálsmáls- peysum sem þeir hafa fengið í jólagjöf frá einhverjum sem þykir vænt um þá – systur, eiginkonu eða móður. Það eina sem sameinar mennina í huga Unnar er sakbitin heiðríkjan í svipnum. Þetta er svipur sem hún þekkir frá börnunum. Þau setja hann upp þegar þau hafa verið skömmuð og þau búin að lofa að vera góð og gera þetta aldrei aftur en eru samt ekki alveg viss um að þau séu komin aftur í náðina. Við suma mennina langar Unni til að gera það sama og við börnin, klappa þeim á kinnina, segja að þetta verði allt í lagi, þeir þurfi bara að segja „fyrirgefðu“ og þá verði allt gleymt. En hún stillir sig. Hún veit líka of margt um hagi þeirra og hvaða mann þeir hafa að geyma. Börnum er nefnilega fyrirmunað að halda kjafti. Svona leyfir Unnur sér að hugsa þó að hún myndi aldrei segja neitt í þessa veru upphátt, henni finnst bara að börnin eigi ekkert með að vekja upp hjá henni tilfinningar í garð þessara manna, þessara pabba sinna. Og nú birtist einn í anddyrinu með barnið sitt í fanginu. Unnur brosir til þeirra: „Ég skal taka þetta,“ segir hún og frelsar hann undan umkomuleysinu sem fylgir því að standa í þessu framandi anddyri þar sem allt er í rangri hæð ef miðað var við fullvaxna karlmenn. Þessi pabbi er nýfarinn að vera heima á daginn, segir dóttir hans, hann var líka farinn að reykja á svölunum þegar hann heldur að enginn sjái. Lyktin af honum segir líka til hans, hann angar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.