Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 70
H a u k u r I n g va r s s o n 70 TMM 2016 · 1 börnin hugkvæmdist Unni að ávarpa Petru á þýsku, þetta var svona Doktor– Livingstone–I–presume–moment því þarna fundu þær hvor aðra, fengu stað- festingu á því að sambandið milli þeirra var annað og meira en grunur. Petra var pólsk en hafði alist upp í grennd við þýsku landamærin, stundum átti Unnur erfitt með að fylgja henni eftir á menntaskólaþýskunni sinni en hún skildi miklu meira en hún hafði búist við. Það kom líka í ljós að orðaforðinn hennar var ekki alltaf viðeigandi, menningarheimurinn sem hann vísaði til allt annar en hún hafði grun um. Þegar Unnur ákvað að slá um sig og syngja: „O, alte Burschenherlichkeit“ hvítnaði Petra og sagði henni að þetta mætti hún hvergi láta heyrast, þetta væri nasistasöngur. Það hafði mennta- skólakennarinn aldrei sagt Unni. Hún reyndi í framhaldinu að útskýra fyrir Petru að þýskukennarinn hennar hefði reyndar verið uppnefndur Hitler. Petra sá ekkert spaugilegt við það og skildi alltaf minna og minna eftir því sem Unnur reyndi að útskýra meira. „Þið Íslendingar skiljið ekki svona hörmungar. Þið hafið ekki reynslu af neinu í líkingu við stríðið.“ Unni fannst ásökunin þungbær. Hún fann fyrir kekki í hálsinum. „Ich,“ sagði hún og hafði aldrei komist nær því að opna sig um árásina en hún komst ekki lengra. Átti ekki orð, hvorki á þýsku né íslensku. Stóð bara stjörf frammi fyrir þessu orði sem ískraði í höfðinu á henni: Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Ich Seinni heimsstyrjöldin kom ekki upp á milli Unnar og Petru en vinátta þeirra afmarkaðist af veggjum leikskólans. Unnur velti því stundum fyrir sér hvort þessu væri öðru vísi farið ef þær væru báðar íslenskar, hvort hún veigraði sér við að hitta hana utan vinnu vegna þess að hún væri pólsk. En þetta náði aldrei neitt lengra en það, hún ákvað bara að meðan Petra hefði ekki frumkvæði að því að taka vináttu þeirra á næsta stig þá myndi hún ekki gera það. *** Petra byrjar að ganga frá meðan Unnur sinnir börnunum og tekur á móti foreldrunum. Börnin hverfa eitt af öðru og þegar klukkuna vantar tíu mín- útur í fimm er Petra búin að öllu og bara eitt barn eftir. Petra yppir öxlum og lítur í kringum sig, Unnur endurtekur látbragð hennar og kinkar kolli. Svo kveðjast þær með vinkum og Petra gengur af stað inn á kennarastofuna. „Fer pabbi minn ekki að koma?“ spyr barnið sem situr við borð og púslar. „Jú, nú fer pabbi alveg að koma,“ svarar Unnur og hefur ekki augun af klukkunni. Þetta er einn af hjólapöbbunum. Hann er yfirleitt stundvís og mjög áhuga- samur. Spyr mikið. Þarf mikla viðurkenningu á því hvað hann sé ábyrgur. Hann er einhleypur. Unnur man eftir því að hafa séð hann í bænum. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.